[Talk-is] Staðan á ourFootPrints gögnunum
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Mon Feb 15 21:26:49 GMT 2010
Nú er mánuður síðan ourFootPrints gögnin fóru inn. Þetta voru 8337
vegir en eftir að þeir hafa verið unnir yfir síðasta mánuð eru þeir
komnir niður í 2.604 sem enn á eftir að sameina restinni af
OpenStreetMap gögnunum. Þannig við erum búin að vinna meira en 2/3 af
gagnasettinu.
Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta hefur þróast yfir síðasta mánuð.
Mest þessara gagna eru á suðvesturhorninu og upp að vestfjörðum. Það
eru c.a. 100 vegir eftir austan við vestasta punkt vatnajökuls og ég
var að enda við að klára það sem eftir var að vestfjörðunum.
Reynum endilega að taka saman smá rykk í því að hespa þetta af. Ég
minni á wiki-síðuna sem er með leiðbeiningar um hvernig má finna og
breyta gögnunum:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/ourFootPrints
Það eru 850 vegir sem passa við leitina "ofp:highway"=* "ofp:ref"=*.
Mikið af þessum vegum eru tvíteknir kaflar ýmissa þjóðvega sem þegar
eru á kortinu. Það er fljótgert að fara í gegnum þann lista og leita
svo t.d. að "ofp:highway"=* "ofp:ref"=1 til að finna kafla af þjóðvegi
1 sem mega missa sín.
Aðrir kaflar eru svo þjóðvegir sem eru nýir á kortinu. Ég er ekki með
nákvæmar tölur yfir þetta en við vorum með 378 vensl 14. janúar en 502
núna. Þetta eru ekki allt þjóðvegir en þeir eru allmargir í þessum 124
venslum sem hafa bæst við.
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: osm_apidb_user_count_ways-month.png
Type: image/png
Size: 45945 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100215/55a5f425/attachment.png>
More information about the Talk-is
mailing list