[Talk-is] Staðan á ourFootPrints gögnunum

Daníel Gunnarsson danielgunnars at gmail.com
Fri Feb 19 00:18:37 GMT 2010


Ég hef lent í því á nokkrum stöðum á suðurlandi að "ofp:ref=" lykilinn
eða "ofp:name="eigindin vantar í ofp gögnin.

Þið sem hafið verið að yfirfara þessi gögn hafði væntanlega lent í
þessu líka. Hvernig hafið þið snúið ykkur í þessum málum?
Hafið þið breytt "ofp:highway=" eigindunum í "highway" eða hafið þið
látið þessi gögn vera óbreytt? Og eins með götur innanbæjar?

Einnig hef ég fundið nokkra staði þar sem OSM gagnagrunnurinn innihélt
fyrir vegi en engin gps trökk sem source. Dæmi um þetta er
Hvammsvegur:
http://www.openstreetmap.org/browse/way/26756985

Hvað finnst ykkur um þetta? Á að eyða ofp gögnunum út eða endurnefna
eigindi án þess að hugsa frekar um það eða a að leyfa þeim að vera
þangað til einhver safnar betri gögnum?
Ég hef farið varlega í þetta hingað til. en nú er meirihlutinn af þeim
vegum á Suðurlandi sem eftir eru með umrætt vandamál.

2010/2/15 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> Nú er mánuður síðan ourFootPrints gögnin fóru inn. Þetta voru 8337
> vegir en eftir að þeir hafa verið unnir yfir síðasta mánuð eru þeir
> komnir niður í 2.604 sem enn á eftir að sameina restinni af
> OpenStreetMap gögnunum. Þannig við erum búin að vinna meira en 2/3 af
> gagnasettinu.
>
> Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta hefur þróast yfir síðasta mánuð.
>
> Mest þessara gagna eru á suðvesturhorninu og upp að vestfjörðum. Það
> eru c.a. 100 vegir eftir austan við vestasta punkt vatnajökuls og ég
> var að enda við að klára það sem eftir var að vestfjörðunum.
>
> Reynum endilega að taka saman smá rykk í því að hespa þetta af. Ég
> minni á wiki-síðuna sem er með leiðbeiningar um hvernig má finna og
> breyta gögnunum:
>
>    http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/ourFootPrints
>
> Það eru 850 vegir sem passa við leitina "ofp:highway"=* "ofp:ref"=*.
> Mikið af þessum vegum eru tvíteknir kaflar ýmissa þjóðvega sem þegar
> eru á kortinu. Það er fljótgert að fara í gegnum þann lista og leita
> svo t.d. að "ofp:highway"=* "ofp:ref"=1 til að finna kafla af þjóðvegi
> 1 sem mega missa sín.
>
> Aðrir kaflar eru svo þjóðvegir sem eru nýir á kortinu. Ég er ekki með
> nákvæmar tölur yfir þetta en við vorum með 378 vensl 14. janúar en 502
> núna. Þetta eru ekki allt þjóðvegir en þeir eru allmargir í þessum 124
> venslum sem hafa bæst við.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>




More information about the Talk-is mailing list