[Talk-is] Staðan á ourFootPrints gögnunum
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Fri Feb 19 02:07:20 GMT 2010
2010/2/19 Daníel Gunnarsson <danielgunnars at gmail.com>:
> Ég hef lent í því á nokkrum stöðum á suðurlandi að "ofp:ref=" lykilinn
> eða "ofp:name="eigindin vantar í ofp gögnin.
>
> Þið sem hafið verið að yfirfara þessi gögn hafði væntanlega lent í
> þessu líka. Hvernig hafið þið snúið ykkur í þessum málum?
> Hafið þið breytt "ofp:highway=" eigindunum í "highway" eða hafið þið
> látið þessi gögn vera óbreytt? Og eins með götur innanbæjar?
Þetta er svona með mest af gögnunum, allavegana 2/3 ef ekki meira.
Ég merki öll ofp gögnin sem þekja vegi sem ég kannast ekki við sem
highway=road, nema þegar þau eru með ofp:ref=* eða ofp:name=* þannig
hægt sé að sjá út að þau þeki einhvern þekktan þjóðveg.
Hérna er dæmi um um svona óþekktan veg:
http://www.openstreetmap.org/browse/way/48322685
> Einnig hef ég fundið nokkra staði þar sem OSM gagnagrunnurinn innihélt
> fyrir vegi en engin gps trökk sem source. Dæmi um þetta er
> Hvammsvegur:
> http://www.openstreetmap.org/browse/way/26756985
>
> Hvað finnst ykkur um þetta? Á að eyða ofp gögnunum út eða endurnefna
> eigindi án þess að hugsa frekar um það eða a að leyfa þeim að vera
> þangað til einhver safnar betri gögnum?
> Ég hef farið varlega í þetta hingað til. en nú er meirihlutinn af þeim
> vegum á Suðurlandi sem eftir eru með umrætt vandamál.
Meinaru tilfelli eins og þessi þar sem það er bæði ofp og osm útgáfa
af gögnunum en engin GPS ferill?
Ég myndi í þessu tilfelli og flestum öðrum bara eyða ofp veginum út
enda er okkar örruglega nákvæmari og nýrri. Í undantekningartilfellum
er þetta á hinn veginn.
Það hjálpar líka að skoða breytingarsöguna á osm veginum:
http://www.openstreetmap.org/browse/way/26756985/history
the_blanz hefur sett þetta inn en ekki sett inn feril með. Eitthvað
sem hann setti inn 2008 er nær örruglega betra en ofp vegurinn.
Í þeim tilfellum þar sem ofp gögnin eru betri en osm gögnin eru *mun*
fleiri punktar í veginum með stuttu millibili sem er ekki tilfellið
þarna.
More information about the Talk-is
mailing list