[Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Sun Jan 10 21:10:07 GMT 2010
Ég er búinn að vera í sambandi við Tom sem heldur við ourFootPrints á
síðasta ári og þessu um að leggja til gögn til OpenStreetMap.
Fyrir þá sem ekki kannast við ourFootPrints er það verkefni eldra en
bæði OpenStreetMap og Google Maps þess efnis að búa til kort af
Íslandi sem hefur frá upphafi verið verkefni eins manns.
Tom að mestu rakið vegi bæði frá egin GPS ferlum og u.þ.b. 30 annara
sem hafa sent honum gögn en hann segir að um 95% af kortinu sé búið
til svona, 5% er teiknað eftir lokuðum kortum (LMÍ kortum geri ég ráð
fyrir), ár, vötn, jöklar og strandlengjan eru svo teiknuð eftir Google
Satellite myndum.
Ég er að vinna í því að vinna úr dumpi af GPX tracks og vegum sem Tom
sendi mér og er áætlunin að hlaða þessu upp í þeirri röð undir nafni
sérstaks upload notanda þegar ég er búinn að laga þetta aðeins til.
Ég er þegar búinn að gera fyrsti tilraun til að breyta þessum gögnum í
.osm skrá, þetta eru 29MB af .osm gögnum samanborið við þau 67MB sem
allt ísland er í dag. Hérna er afraksturinn:
!!! EKKI HLAÐA ÞESSU UPP EÐA REKJA EFTIR ÞESSU:
http://v.nix.is/~avar/noindex/ourfootprints/ofp.osm.bz2 !!!
Það á eftir að vinna þetta frekar áður en hægt er að hlaða þessu upp,
en endilega skoðið þetta. Á myndunum sem fylgja póstinum má sjá
suðurlandsundirlendið og Kópavoginn þar sem vegirnir frá ourFootPrints
sjást gráir í bakgrunninum. Einnig er skjáskot með GPX ferlunum
meðfylgjandi.
Hérna er planið til að koma þessu inn sem fyrst:
1. Ég bý til notanda sérstaklega til að hlaða þessu upp
2. Hleð upp GPX ferlunum með réttum töggum
3. Breyti forritinu sem býr til þessa .osm skrá hér að ofan þannig
hún sé c.a. rétt, t.d. búi ekki til highway=motorway
4. Breyti henni þannig hún bæti við réttum töggum í þetta import,
t.d. source=ourfootprints ourfootprints:source=some_gpx_track og annað
sérdót
5. Breyti öllum "highway" tags í "ofp_highway"
6. Hlaði þessu upp
Þá verðum við með slatta af "ofp_highway" vegum sem sjást ekki á t.d.
mapnik, garmin kortinu en sjást í grunngögnunum, svo vinnum við saman
í að gera, eftir tilfellum:
* Eyða þessum vegum (því við erum með betri útgáfu á kortinu nú þegar).
* Eyða okkar vegum (því ofp vegurinn er betri).
* Breyta "ofp_highway", í "highway" tengja veginn við OSM gögnin og hlaða upp.
Svona ættum við að geta unnið saman í því að sameina osm og ofp
grunninn á ekkert svo lóngum tíma þótt gagnagrunnurinn verði aðeins
subbulegur í millitíðinni.
Mér allavegana líst betur á þetta heldur en að reyna sjálfkrafa að
finna út hvaða vegir mega fara inn og hverjir ekki eða að ég sorteri
þetta allt sjálfur. Það tekur langann tíma og þarnast sérhugbúnaðar
sem verður örruglega til þess að þetta klárast seint eða aldrei.
Hvað finnst ykkur?
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: josm-diff-data.png
Type: image/png
Size: 114876 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100110/999c151b/attachment.png>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: josm-diff-data-kop.png
Type: image/png
Size: 112058 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100110/999c151b/attachment-0001.png>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: gps.png
Type: image/png
Size: 25547 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100110/999c151b/attachment-0002.png>
More information about the Talk-is
mailing list