[Talk-is] OSM beiðni fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Wed Nov 10 15:53:10 GMT 2010


2010/11/10 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:

> Fundurinn gekk ágætlega (hann var allavega ekki tilgangslaus). Þau eru
> tilbúin til að láta mig fá miðlínur gatna og stíga, hæðarlínur og
> staðsetningu húsnúmera og götuheiti. Þetta er allt í AutoCAD (*.dwg) en þau
> geta umbreytt í Shapefile og MicroStation sniðin. Afhendingin yrði
> gjaldfrjáls nema þau hefji að rukka almennt fyrir afhendingu slíkra gagna.
>
> Gallinn er hins vegar sá að þau vilja ekki að gögnin fari lengra en til eins
> aðila því þau vilja vita hverjir hafa þau undir höndunum. Þau vilja ekki að
> ég (sem tek við kortinu) verði dreifingaraðili. Þeim er hins vegar sama um
> afleidd verk af gögnunum á meðan frumgögnin fara ekki lengra. Þess vegna
> stakk ég upp á því að ég gæti gert rammasamning við bæinn og séð um að vinna
> úr þessu. Það sem færi inn á OSM væri afleitt verk og bryti því ekki í bága
> við samninginn. Frumgögnin væru bundin við mig en þau myndu allavega nýtast
> OSM.

Frábært, mér skilst að Shapefile væri best upp á notkun í
OpenStreetMap, það er yfirleitt verið að breyta úr því sniði.

En að fá þetta á AutoCAD líka væri gott upp á að þú værir með frumgögnin.

Spurning að fá þá eins og Reykjavík til að fara inn á OpenStreetMap
vefinn og samþykkja contributor terms? Ætti að vera einfaldast að
höndla lagahliðina þannig.



More information about the Talk-is mailing list