[Talk-is] OSM beiðni fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Wed Nov 10 16:33:15 GMT 2010


Hæ.

Miðað við hugmyndina mína um rammasamning yrði óþarfi að samþykkja 
contributer terms. Lagalega séð væri ég höfundur afleiddu gagnanna og 
með því að senda þau inn væri ég að samþykkja skilmála OSM hvort sem er. 
Hafnarfjarðarbær er ekki að rukka fyrir afhendingu gagnanna og jafnvel 
þeir sem selja kort þurfa ekki að greiða neitt fyrir leyfið eða gögnin. 
Af hverju ætti það þá að vera vandamál fyrir OSM?

Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900


On 10.11.2010 15:53, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> 2010/11/10 Svavar Kjarrval<svavar at kjarrval.is>:
>
>> Fundurinn gekk ágætlega (hann var allavega ekki tilgangslaus). Þau eru
>> tilbúin til að láta mig fá miðlínur gatna og stíga, hæðarlínur og
>> staðsetningu húsnúmera og götuheiti. Þetta er allt í AutoCAD (*.dwg) en þau
>> geta umbreytt í Shapefile og MicroStation sniðin. Afhendingin yrði
>> gjaldfrjáls nema þau hefji að rukka almennt fyrir afhendingu slíkra gagna.
>>
>> Gallinn er hins vegar sá að þau vilja ekki að gögnin fari lengra en til eins
>> aðila því þau vilja vita hverjir hafa þau undir höndunum. Þau vilja ekki að
>> ég (sem tek við kortinu) verði dreifingaraðili. Þeim er hins vegar sama um
>> afleidd verk af gögnunum á meðan frumgögnin fara ekki lengra. Þess vegna
>> stakk ég upp á því að ég gæti gert rammasamning við bæinn og séð um að vinna
>> úr þessu. Það sem færi inn á OSM væri afleitt verk og bryti því ekki í bága
>> við samninginn. Frumgögnin væru bundin við mig en þau myndu allavega nýtast
>> OSM.
> Frábært, mér skilst að Shapefile væri best upp á notkun í
> OpenStreetMap, það er yfirleitt verið að breyta úr því sniði.
>
> En að fá þetta á AutoCAD líka væri gott upp á að þú værir með frumgögnin.
>
> Spurning að fá þá eins og Reykjavík til að fara inn á OpenStreetMap
> vefinn og samþykkja contributor terms? Ætti að vera einfaldast að
> höndla lagahliðina þannig.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



More information about the Talk-is mailing list