[Talk-is] Gögnin frá LUKR
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Mon Nov 15 21:01:57 GMT 2010
LUKR gögnin samanstanda eingöngu af stígum og stéttum. Allt í lagi að
þetta séu bara miðlínur því breiddin fylgir (oftast) með. Samkvæmt
Björgvini vildu þeir ekki fanga lengra en að afhenda stígana, því miður.
Ég tók eftir því að margir vegir á OSM fara inn á LUKR stígana því
gögnin á OSM eru auðvitað unnin eftir ónákvæmari tækjum. Við gætum
hlaðið inn LUKR gögnunum og haft þau til hliðsjónar þegar við leiðréttum
vegina (þar sem það er augljóst) og síðan sett LUKR gögnin inn.
Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900
On 15.11.2010 20:10, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> 2010/11/15 Svavar Kjarrval<svavar at kjarrval.is>:
>> Varðandi gögnin frá Reykjavík, þá fengum við gögnin í shapefile og getum
>> unnið með það skráarsnið. Gögnin eru á slóðinni
>> http://gist.github.com/raw/586658/8604b32f8de1afbb15b990b6e5793f5a7aee6c35/reykjavik-lukr.osm.bz2
>> ef þú vilt sjá þau. Þau ættu að rata inn á OpenStreetMap á næstunni.
> Þannig þetta eru bara miðlínur stíga? Allavegana sé ég ekki götur á
> þessu. Vorum við ekki að fá götur líka?
>
> Allavegana, það væri ágætt að rabba pínu um hérna á listanum hvernig
> við ætlum að haga þessu import. Á þetta að vera eins og ourFootPrints
> importið, s.s. manual merging?
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
More information about the Talk-is
mailing list