[Talk-is] Kortagögn fyrir OpenStreetMap

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Tue Nov 16 23:41:09 GMT 2010


Gott hjá þér, Þórir.

Það minnir mig á að ég fór í dag á bæjarskrifstofuna í Garðabæ en gat 
því miður ekki fengið hnitagögn. Hins vegar er möguleiki að ég fái PDF 
með gögnum sem gætu gagnast fyrir húsnúmer og svoleiðis. Sú sem ég var í 
sambandi við var að fara út og ætlar að kíkja á þetta á morgun. 
Hugmyndin var að ég fengi þetta á geisladisk en sjáum til hvort einhver 
skilyrði verði fyrir notkun þeirra.

Hins vegar var mér bent á fyrirtækin Efla og Hnit upp á að fá hnitin 
sjálf. Hef enn ekki náð sambandi við neinn þar sem getur veitt mér 
bjargfastar upplýsingar um kostnað og leyfismál. Ef einhver vill taka 
það að sér, væri það frábært.

Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900


On 16.11.2010 23:08, Thorir Jonsson wrote:
> Sæll Stefán.
>
> Í framhaldi af spjallinu okkar í gær sendi ég hér formlega beiðni um 
> kortagögn fyrir OpenStreetMap.  Gögnin sem við óskum eftir eru þau sem 
> eru aðgengileg á heimasíðu Snertils 
> (http://www.infrapath.is/mapguide/fusion/templates/mapguide/Seltjarnarnes/).  
> Þessum gögnum yrði bætt í OpenStreetMap gagnagrunninn og yrðu þar með 
> aðgengileg öllum sem hann vilja nota.
>
> OpenStreetMap grunnurinn er gefin út undir opnu og frjálsu 
> hugbúnaðar/gagna leyfi sem gerir hverjum sem er kleift að nýta hann í 
> hvaða tilgangi sem er.  Nánar má lesa um leyfis mál á þessari síðu og 
> undirsíðum hennar: http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Licence
>
> Á Snertils síðunni er hægt að skoða þessi gögn en ekki virðist vera 
> hægt að hlaða þeim niður, þyrftum við því að geta nálgast þessi gögn 
> með einhverjum öðrum leiðum ef þessu verður.
>
> Kort teiknað upp úr þessum kortagrunni má sjá á heimasíðu 
> OpenStreetMap: http://www.openstreetmap.org og til gamans þá er hér 
> hlekkur beint á Seltjarnarnes: 
> http://www.openstreetmap.org/index.html?mlat=64.1545&mlon=-21.995&zoom=14 
> <http://www.openstreetmap.org/index.html?mlat=64.1545&mlon=-21.995&zoom=14>
>
> Ég sendi þennan póst líka á íslenska OpenStreetMap póstlistann 
> (talk-is at openstreetmap.org <mailto:talk-is at openstreetmap.org>), og 
> best væri ef öll frekari tölvupóstsamskipti færu í gegnum hann.  
> Annars er hægt að ná í mig persónulega á thorirmar at gmail.com 
> <mailto:thorirmar at gmail.com> eða í síma 698 6314.
>
> Bestu kveðjur,
> Þórir Már
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



More information about the Talk-is mailing list