[Talk-is] Hjólavefsjá samþykkt í umhverfis- og samgönguráði

Björgvin Ragnarsson nifgraup at gmail.com
Sun Sep 5 21:19:19 BST 2010


Á síðasta fundi (31. ágúst)  í umverfis- og samgönguráði var
eftirfarandi bókað, sjá fundargerð í heildsinni hér:
http://fundir2.reykjavik.is/fundargerdir.asp?cat_id=31&mtg_id=1597515648603440&print=true&nolayout=

"8.	Hjólavefsjá fyrir Reykjavík
Lögð fram á ný tilaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks ásamt greinargerð:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til
að gerð verði Hjólvefsjá fyrir Reykjavík. Vefsjáin verði gagnvirk
vegvísun sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst
frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt. Borgarbúar geti
slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið
fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.

Umhverfis- og samgönguráð bókaði:
Útfærsla hjólavefsjár skal leitast við að nýta þá lausn sem felur í
sér opinn hugbúnað og opin gögn, enda sé það í samræmi við stefnu
Reykjavíkurborgar í upplýsingatæknimálum. Jafnframt verði hafin vinna
við gerð vefsjár fyrir gangandi vegfarendur.
Tillagan var samþykkt einróma."

Það var haft samband við mig á föstudag og ég mun hitta fólk frá
umhv.&samg.ráði og LUKR í næstu viku. Í millitíðinni megið þið hjálpa
mér að finna flottasta hjólakortið á OSM-kringlunni til að sýna þeim
hjá borginni :)

kv.

Björgvin



More information about the Talk-is mailing list