[Talk-is] Hjólavefsjá samþykkt í umhverfis- og samgönguráði

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Sun Sep 5 22:29:41 BST 2010


2010/9/5 Björgvin Ragnarsson <nifgraup at gmail.com>:
> Á síðasta fundi (31. ágúst)  í umverfis- og samgönguráði var
> eftirfarandi bókað, sjá fundargerð í heildsinni hér:
> http://fundir2.reykjavik.is/fundargerdir.asp?cat_id=31&mtg_id=1597515648603440&print=true&nolayout=
>
> "8.     Hjólavefsjá fyrir Reykjavík
> Lögð fram á ný tilaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks ásamt greinargerð:
> Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til
> að gerð verði Hjólvefsjá fyrir Reykjavík. Vefsjáin verði gagnvirk
> vegvísun sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst
> frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt. Borgarbúar geti
> slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið
> fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.
>
> Umhverfis- og samgönguráð bókaði:
> Útfærsla hjólavefsjár skal leitast við að nýta þá lausn sem felur í
> sér opinn hugbúnað og opin gögn, enda sé það í samræmi við stefnu
> Reykjavíkurborgar í upplýsingatæknimálum. Jafnframt verði hafin vinna
> við gerð vefsjár fyrir gangandi vegfarendur.
> Tillagan var samþykkt einróma."
>
> Það var haft samband við mig á föstudag og ég mun hitta fólk frá
> umhv.&samg.ráði og LUKR í næstu viku. Í millitíðinni megið þið hjálpa
> mér að finna flottasta hjólakortið á OSM-kringlunni til að sýna þeim
> hjá borginni :)

Þetta er frábært. Ég skrifaði um þetta (á Ensku) á OpenStreetMap
blogginu mínu til að segja restinni af verkefninu frá þessu:
http://www.openstreetmap.org/user/%C3%86var%20Arnfj%C3%B6r%C3%B0%20Bjarmason/diary/11710

Fáum vonandi góð svör þar um hvar sé best hjólacoverage á plánetunni.

Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja hjólavefsjá byggða á
opnum gögnum og opnum hugbúnaði, að fá LUKR til að frelsa sín gögn sem
hluta af þessu væri enn frábærara, sérstaklega ef skilmálarnir eru
þannig að hver sem er gæti notað þau, líka lokaðir aðilar eins og
Google Maps sem eru venjulega með léleg kort af Íslandi núna.



More information about the Talk-is mailing list