[Talk-is] 'Nýr' mapper og Síðumúlinn

Thorhallur Sverrisson toti at toti.is
Sun Apr 24 08:16:10 BST 2011


Daginn,

Ég heti Þórhallur og bý í Hafnafyrði.  Ég trackaði og mapaði upp fremri
hluta Setbergs á sínum tíma, en hef ekki gert neitt í talsverðan tíma.
Áhuginn vaknaði á ný eftir að ég fékk iPad með GPS tæki.

Ég prófaði í gær teikna upp 3 hús í Síðumúla (changeset 7948589) sem og
bílastæðin í kring.  Húsin í hverfinu er oft 'flókin', þeas margar einingar
sem eru mis háar og byggðar á mismunandi tíma.  Mér fannst því eðlilegast að
fara eftir http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Relations/Proposed/Buildings.
Þegar ég var að uploada þessu kvartaði JOSM sáran, og fór mig þá að gruna að
ég hafi verið of fljótur á mér með leiðina sem ég valdi.

Hvernig hafa menn verið að mappa upp 'flókin' hús, einhver dæmi?
Væru reyndari menn til í að rúlla yfir changesettið og commenta á það sem
betur mætti fara?
Einhver tög sem ég er að gleyma að setja?

Endilega benda á allt, langar helst að gera þetta sem réttast, með sem
mestum upplýsingum.

Ég ætla að halda áfram með Síðumúlann, en ætli ég haldi mig ekki við útlínur
húsa.

Annað, hvernig er best að skrá inn fyrirtæki í húsin?  Skella bara punkt sem
fyrirtækið, eða einhversskonar relation?  Svo sem ekki stórmál ef bara eitt
fyrirtæki er í húsinu, en það er ekki oftast málið í Síðumúlanum.

Jæja, back to mapping :)

Þórhallur
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20110424/14ad987b/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list