[Talk-is] 'Nýr' mapper og Síðumúlinn

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sun Apr 24 15:13:24 BST 2011


Velkominn Þórhallur!

Svo þú ert sá sem gerðir norðurhluta Setbergs á sínum tíma. Nokkuð gott 
verk hjá þér (þó ég hafi endurmælt þann hluta Setbergsins á sínum tíma). 
Til að auka á tilviljunina var ég einmitt að teikna húslínur fyrir 
Fellsmúla, Háaleitisbraut og mýrin rétt fyrir vestan Síðumúla núna í nótt.

Nú hafa margir mismunandi verklög við að teikna hús en ég hef reynt að 
temja mér að fara eftir því sem ég hef fundið á OSM wiki-inu. Fyrst 
reyni ég að teikna raðfjölbýlishús þannig að hvert húsnúmer er með sér 
'svæði' því það gæti gagnast þegar einhver bætir húsnúmerinu við. Það er 
ekki nauðsynlegt að greina á milli mishárra svæða í byggingum en ég ætla 
ekki að stoppa þig. Það getur verið nokkuð leiðinlegt að breyta 
relations, bara svo þú vitir það. En annars eru hlutir þarna sem ég 
vissi ekki af, t.d. með að nota relations til að ákvarða addr:street tagið.

Varðandi það sem hefði mátt fara betur, þá eru það aðallega smámunir:
1. Gera nóðu þar sem göngustígur og gata hittast. Passa samt að gatan sé 
nokkuð jöfn áður svo ekki þurfi að hreyfa nóðuna síðar. Setja crossing 
tagið á téða nóðu og tilheyrandi tög (muna að setja bicycle=yes).
2. Ýmsar crossing ways villur á Síðumúla 30. Leyst með join node to way 
(flýtitakkinn j).
3. Þessi 3 hús virðast ekki tilheyra restinni af Síðumúla relation-inu.

Með fyrirtækin er ég ekki viss en veit að það ætti að vera óhætt að 
merkja fyrirtækið beint í bygginguna ef það er bara eitt fyrirtæki í 
henni. Sumir hafa verið að setja nóður þegar það er augljóst að það er 
augljóst að byggingin hefur bara einn tilgang, t.d. sem skóli eða 
kirkja. Þegar þau eru mörg er ég ekki alveg viss. Gætir þurft að athuga 
hvernig þetta er gert í útlöndum og finna vitrænt skipulag til að herma 
eftir.

Veit ekki enn svarið við einni pælingu en var að spá í póstnúmerin. 
Hvort að það sé nóg að gera area þar sem hægt er að merkja póstnúmerin 
inn eða hvort það þurfi að merkja hvert einasta götu-relation með 
póstnúmerinu. Veit einhver hér um einfalda leið til að setja póstnúmer, 
sérstaklega þegar götur hafa meira en eitt póstnúmer?

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 04/24/2011 07:16 AM, Thorhallur Sverrisson wrote:
> Daginn,
>
> Ég heti Þórhallur og bý í Hafnafyrði.  Ég trackaði og mapaði upp 
> fremri hluta Setbergs á sínum tíma, en hef ekki gert neitt í 
> talsverðan tíma.  Áhuginn vaknaði á ný eftir að ég fékk iPad með GPS tæki.
>
> Ég prófaði í gær teikna upp 3 hús í Síðumúla (changeset 7948589) sem 
> og bílastæðin í kring.  Húsin í hverfinu er oft 'flókin', þeas margar 
> einingar sem eru mis háar og byggðar á mismunandi tíma.  Mér fannst 
> því eðlilegast að fara eftir 
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Relations/Proposed/Buildings.  
> Þegar ég var að uploada þessu kvartaði JOSM sáran, og fór mig þá að 
> gruna að ég hafi verið of fljótur á mér með leiðina sem ég valdi.
>
> Hvernig hafa menn verið að mappa upp 'flókin' hús, einhver dæmi?
> Væru reyndari menn til í að rúlla yfir changesettið og commenta á það 
> sem betur mætti fara?
> Einhver tög sem ég er að gleyma að setja?
>
> Endilega benda á allt, langar helst að gera þetta sem réttast, með sem 
> mestum upplýsingum.
>
> Ég ætla að halda áfram með Síðumúlann, en ætli ég haldi mig ekki við 
> útlínur húsa.
>
> Annað, hvernig er best að skrá inn fyrirtæki í húsin?  Skella bara 
> punkt sem fyrirtækið, eða einhversskonar relation?  Svo sem ekki 
> stórmál ef bara eitt fyrirtæki er í húsinu, en það er ekki oftast 
> málið í Síðumúlanum.
>
> Jæja, back to mapping :)
>
> Þórhallur
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-isMore information about the Talk-is mailing list