[Talk-is] GPSmap.is
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Fri Jul 6 00:50:11 BST 2012
Hæ.
Enn einn pósturinn í dag. Vona að þið fyrirgefið mér það.
Hafið þið skoðað kortið sem er á gpsmap.is? Hann gefur það bara út sem
Garmin img skrá svo ég hef ekki getað skoðað það enn. Kortið er
„algjörlega ókeypis“ en samt áskilur hann sér allan höfundarétt sem
þýðir að við getum ekki notað þau gögn til að setja inn á OSM.
Hefur einhver sett sig í samband við hann og athugað hvort hann viti af
því starfi sem OSM er að rækja? Það virðist vera nokkur tvítekning að
tveir aðilar starfi í þeim tilgangi að útvega ókeypis kort þó við förum
enn lengra og gerum kortin frjálsari.
Veit einhver hvaða data sources (í. gagnalindir) hann notar til að gera
kortin?
Það væri annars forvitnilegt að taka saman stats um OSM Ísland og sjá
hvort þau séu samkeppnishæf við gpsmap.is. Sem dæmi hversu mörg POI eru
á Íslandi eru skráð á OSM og svoleiðis.
- Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120705/c95545d2/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list