[Talk-is] Árangur í Hafnarfirði
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Mon Jul 23 20:13:50 BST 2012
Nú er þetta komið lengra en ég er búinn að setja inn íbúðarhverfin fyrir
utan fáeinar götur hér og þar.
Þá er að koma að þeirri stundu að ég fari milli fyrirtækja í
upplýsingasöfnun. Mig langar að fá álit ykkar á eyðublaði sem ég ritaði
af því tilefni (og er í viðhengi). Ég myndi s.s. fara með eintök af því
milli fyrirtækja (verslana) og fylla út. Einnig leita ég að
sjálfboðaliðum til þess að aðstoða mig með þetta.
- Svavar Kjarrval
On 18/07/12 21:39, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> Þetta er frábært, vel gert!
>
> 2012/7/18 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
>> Hæ.
>>
>> Eftir mikla vinnu get ég með ánægju sagt að Hafnarfjörður er ágætlega
>> nálægt því að vera kláraður. Flestar, ef ekki allar götur, hafa verið
>> leiðréttar í samræmi við BING loftmyndirnar og húslínur eru til staðar
>> svo langt sem loftmyndirnar leyfa. Meiri hluti húsa bæjarins hafa verið
>> merkt með húsnúmerum og tengdar við götur en það ferli mun líklegast
>> klárast á næstu tveim vikum.
>>
>> Mig langar að biðja ykkur um að nostra smá við bæinn líka svo hægt sé að
>> senda út fréttatilkynningu þegar það helsta er komið. Það sem mætti gera
>> er að bæta við fleiri gangstígum, gangbrautum, notkun landsvæða (landuse
>> tagið) og fleira sem hægt er að álykta út frá loftmyndunum. Ef ykkur
>> grunar að eitthvað sé rangt en skortir upplýsingar til að laga það,
>> merkið villuna með OpenStreetBugs.
>>
>> Húsnúmeramerking og POI söfnun er í gangi af minni hálfu en það myndi
>> varla saka ef þið gætuð bætt við því sem þið vitið af nú þegar.
>>
>> Með kveðju,
>> Svavar Kjarrval
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: OSM ey?ubla?.odt
Type: application/vnd.oasis.opendocument.text
Size: 16290 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120723/3e1f2069/attachment.odt>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120723/3e1f2069/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list