[Talk-is] POI söfnun - reynsla og úrbætur

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sat Jul 28 16:15:53 BST 2012


Hæ.

Í gær fór ég í POI söfnun í miðbæ Hafnarfjarðar, vopnaður eyðublaðinu.
Gangan tók u.þ.b. 2 klst. 45 mín en hins vegar náði ég eingöngu 31 stað.
Þetta gerir að meðaltali um 5 mínútur á hvern stað. Þið getið haft þetta
í huga ef þið ætlið í POI söfnun með þessum hætti.

Reynslan mín var á þá leið að flestir voru hjálpsamir þótt þeir vissu
ekki fyrir hvað þetta var. Ég nefndi alltaf að ég væri að safna
upplýsingum um verslanir á svæðinu en ekki að þetta væri fyrir
OpenStreetMap. Ég nefndi auðvitað OpenStreetMap ef þau spurðu fyrir
hvern þetta væri og fyrir hvað OSM stendur fyrir. Einstaka staðir voru
óhjálpsamir en ég náði þá upplýsingum sem voru fáanlegar með því að líta
í kringum mig. Ég held að eigandi einnar verslunarinnar hafi haldið að
ég væri frá ríkinu og að OSM væri cover story til að fá upplýsingar um
staðinn til að hanka hana á einhverju. Hún hafði ekki einu áhuga á að
vita hvaða upplýsingar ég vildi fá.

Það gæti sparað tíma ef það væri þegar búið að safna einhverjum
upplýsingum um fyrirtækin áður eða í það minnsta staðsetja þau á korti
áður en lagt er af stað. Tók smá tíma hjá mér að merkja staðina inn á
réttum stað. Þá væri hægt að prenta út upplýsingar á blöð og biðja
eingöngu um þær upplýsingar sem á vantar og mögulega um yfirferð á þeim
upplýsingum sem liggja fyrir. Það hentar til dæmis sérstaklega fyrir
stóran hóp að úthluta (hálf)útfylltum blöðum og fólkið myndi eingöngu
fara í þær verslanir sem þeim var úthlutað, svo fólk sé ekki að hópast í
sömu verslanirnar og þar af leiðandi pirra starfsfólkið. Annar kostur er
sá að sumir staðir hafa fleiri gagnlegar upplýsingar sem hægt er að afla
eins og aðgengi að Internetinu (matstaðir t.d.), hvort það megi
reykja(hótel t.d.), og svo framvegis, og það væri gott að geta spurt að
því um leið.

Varðandi hjólastólaaðgengi tók ég eftir því að starfsfólk sagði oft að
það væri hjólastólaaðengi þrátt fyrir að staðlar myndu segja nei. Því
borgar sig ekki að treysta eingöngu á svör starfsfólks þegar spurt er um
téð aðgengi. Einnig tók ég eftir að það gekk betur að fá fólk til að
taka þátt ef maður sagðist vera með eyðublað með einföldum upplýsingum
og óskaði eftir hjálp við að fylla það út, í stað þess að óska eftir því
að spyrja spurninga um verslunina.

Hver myndi til dæmis vilja hjálpa mér að fara um laugarveginn eða
hverfisgötuna og merkja verslanir og staði inn á kortið áður en við
förum í alvöru POI söfnun á því svæði? Við getum gert þetta eftir
skrifstofuvinnutíma ef það hentar fólki betur. Býst nú ekki við miklum
viðbrögðum eins og venjulega en það sakar varla að spyrja.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120728/1d573ebb/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list