[Talk-is] Gönguleiðir yfir götur
Thorir Jonsson
thorirmar at gmail.com
Sun Mar 25 12:23:30 BST 2012
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig sé best að merkja
gönguleiðir yfir götur á kortið, og þá helst þar sem engar merkingar
eru en augljóst er að þar er ætlast til þess að gangandi vegfarendur
fari yfir götuna.
Meðfylgjandi skjáskot sýnir hvar Valhúsabraut og Bakkavör á
Seltjarnarnesi koma saman. Þar hef ég teiknað gönguleið yfir Bakkavör
og merkt sameiginlegu nóðuna með highway:crossing og
crossing:unmarked. Þetta er í samræmi við
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:crossing, en þá er tengingin á
milli gangstíganna eftir.
Í þessu dæmi hef ég merkt segmentin tvö sem way og gefið þeim
highway:footway og bicycle:yes. Ég er samt ekki nógu ánægður með þá
merkingu, finnst hún ónákvæm og langar mig því að heyra ykkar skoðun á
þessu.
Bestu kveðjur,
Þórir Már
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Crossing_screenshot.bmp
Type: image/bmp
Size: 3932214 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120325/cd564c29/attachment-0001.bin>
More information about the Talk-is
mailing list