[Talk-is] Gönguleiðir yfir götur

Morten Lange morten7an at yahoo.com
Sat Mar 31 01:22:22 BST 2012


Sæll Þórir


Ég hef áhuga á þessu með leiðir gangandi (og margir hjólandi )  yfir götur einnig.  

Skiptir miklu máli til að fá útreikning leiða til að virka rétt ( routing ).  Nmea einhver geti bent á aðra nálgun til að endurbæta vélrænu leiðavali. 

 
Hvernig finnst þér þetta vera ónákvæmt sem þú stingur upp á ?
Finnst þér að ætti að merkja sjálfa leiðina yfir götu sem crossing auk þess að hafa highway:footway og bicycle:yes  ?

--
Regards / Kveðja / Hilsen
Morten Lange, Reykjavík


>________________________________
> From: Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>
>To: talk-is at openstreetmap.org 
>Sent: Sunday, 25 March 2012, 11:23
>Subject: [Talk-is] Gönguleiðir yfir götur
> 
>Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig sé best að merkja
>gönguleiðir yfir götur á kortið, og þá helst þar sem engar merkingar
>eru en augljóst er að þar er ætlast til þess að gangandi vegfarendur
>fari yfir götuna.
>
>Meðfylgjandi skjáskot sýnir hvar Valhúsabraut og Bakkavör á
>Seltjarnarnesi koma saman.  Þar hef ég teiknað gönguleið yfir Bakkavör
>og merkt sameiginlegu nóðuna með highway:crossing og
>crossing:unmarked.  Þetta er í samræmi við
>http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:crossing, en þá er tengingin á
>milli gangstíganna eftir.
>
>Í þessu dæmi hef ég merkt segmentin tvö sem way og gefið þeim
>highway:footway og bicycle:yes.  Ég er samt ekki nógu ánægður með þá
>merkingu, finnst hún ónákvæm og langar mig því að heyra ykkar skoðun á
>þessu.
>
>Bestu kveðjur,
>Þórir Már
>
>_______________________________________________
>Talk-is mailing list
>Talk-is at openstreetmap.org
>http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120330/1b70c359/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list