[Talk-is] Fleiri LUKR import & fleiri umbreytt gögn

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sat Nov 10 17:50:25 GMT 2012


Hæ.

Fyrst ætla ég að nefna að ég náði að stelast í uppsett Microstation og
AutoCAD og náði að breyta sumu af því sem við höfum fengið í .dxf eða
útgáfu 7 af .dgn. Hef ekki í hyggju að umbreyta þeim frekar svo ég bið
ykkur um að framkvæma það verk. Ég get síðan framkvæmt import ef/þegar
þeim verður umbreytt í .osm eða .shp. Þessa stundina vil ég einbeita mér
að klára að öðrum hlutum í OSM.

Umbreyttu skjölin má nálgast á http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/ . Ef þið
umbreytið þeim, endilega látið mig fá afraksturinn svo ég geti sett hann
á vefsvæðið.

---

Þá ætla ég að halda áfram að importa LUKR gögnum sem við fengum frá
Reykjavík. Óunnar útgáfur eru að finna hér:
http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/Reykjav%C3%ADk/ . Tilheyrandi lykla er
hægt að nálgast með því að opna skrárnar og kíkja. Importin munu fara
fram 17. nóvember eða síðar. Ég hvet ykkur til að skoða skrárnar og sjá
hvort það eru gagnlegir lyklar í þeim sem ég tók ekki eftir. Einföldustu
importin fara fram fyrst og síðan vinn ég í þeim erfiðari. Ef þið hafið
einhverjar sérstakar óskir um framkvæmdina er best að koma þeim á
framfæri sem fyrst.

Bekkir (Bekkir.osm):
902 nóður í Reykjavík. Eini gagnlegi lykillinn er mögulega _TEGUND_ sem
ég reyni að þýða í viðeigandi OSM lykil. Í fáeinum tilvikum er í boði
lykillinn _STRAETO_ með öðru gildi en 0. Í þeim tilvikum ég mun
líklegast láta nægja að setja viðeigandi lykil á biðstöðvarnar sjálfar
sé það í boði.

Endurvinnslugámar (Endurvinnslugámar.osm):
55 nóður í Reykjavík. Enginn gagnlegur lykill að mínu mati til staðar.
Set viðeigandi OSM lykil á nóðurnar.

Grunnskólahverfi (Grunnskólahverfi.osm):
Skipting svæða í Reykjavík á einstaka grunnskóla. Held að hér sé um að
ræða 61 grunnskóla en gætu verið færri. Sé engan gagnlegan lykil þó það
megi deila um _SKOLANR_. Ef ég finn ekki viðeigandi OSM lykil fyrir
grunnskólahverfi mun ég sleppa því að setja þetta inn. Gæti haft
sameiginleg mörk með öðrum hverfaimportum.

Umferðarljós (Götuvitar.osm):
1.230 nóður í Reykjavík. Lykillinn _LAGNA_AR_ gæti verið gagnlegur svo
ég mun finna viðeigandi OSM lykil eða halda honum óbreyttum með
forskeytinu ,lukr:'. Gæti verið einhver vinna við að bera saman við
loftmyndir ef OSM hefur mismunandi lykla eða gildi eftir tilgangi
umferðarljósanna.

Heiti hverfa (Hverfaheiti.osm):
74 hverfi í Reykjavík. Eini gagnlegi lykillinn er _HEITI_ sem er heiti
viðkomandi hverfis. Gögnin fara líklega inn í formi administrative
border. Í kjölfarið mun ég líklegast fjarlægja nóður sem innihalda
hverfanöfn þar sem þær væru búnar að gegna hlutverki sínu. Einnig er
möguleiki að ekkert beint import fari fram og ég myndi rekja
hverfamörkin eftir þeim götum sem væru þar þá þegar, allavega þar sem
götur skilgreina hverfamörk.

Leiksvæði (Opin leiksvæði.osm):
254 leiksvæði í Reykjavík. Gagnlegir lyklar eru _HEITI_ og _NR_LEIKSVA_
sem fá forskeytið ,lukr:'. Mun athuga þá leikvelli sem eru þegar skráðir
inn og aðlaga þá að þeim nóðum sem fylgja þessari skrá.

Ruslafötur (Ruslastampar.osm):
1.196 nóður í Reykjavík. Enginn gagnlegur lykill fyrir utan _TEGUND_ en
fyrir hann mun ég reyna að finna viðeigandi OSM lykil fyrir hverja
tegund. 372 þeirra eru fastir við ljósastaur og mun ég skoða það hvort
það sé viðeigandi að bæta einfaldlega við aukalykil við ljósastaurana
eða hafa í sér nóðu.

Stjórnsýsluhverfi (Stjórnsýsluhverfi.osm):
18 stjórnsýsluhlutar í Reykjavík. Hér eru almenn heiti eins og
Breiðholt, Háaleiti, Grafarvogur og Vesturbær. Grunar að hér sé um að
ræða heiti sameinaðra hverfa svo mig grunar að ég muni geta notað sömu
línur og í tengslum við Hverfaheiti.osm importið. Alveg eins og með það
import mun ég fjarlægja nóður sem skilgreina hverfaheiti (eða fjarlægja
viðeigandi lykla) þar sem við værum komin með svæðisskilgreiningu.

Bæjarmörk (Sveitarfélagsmörk.osm):
Hef þegar stolist til að "importa" mörk Álftaness og Garðabæjar. Hér er
um þónokkra vinnu að ræða sem snýst aðallega um að hlaða inn viðkomandi
svæði inn á OSM og þessu skjali, sameina mörkin og skipa út lyklunum
fyrir viðeigandi border relation. Þar sem mörkin eru ekki samtengd alls
staðar er þetta ekki eitthvað sem hægt er að gera með einföldu importi.
Einnig er ekki gefið sérstaklega upp hver á hvaða svæði svo það er
eingöngu hægt að setja inn það augljósa.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121110/a21ebcc2/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121110/a21ebcc2/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list