[Talk-is] Ýmsar staðreyndir úr OSM

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Fri Nov 30 03:35:06 GMT 2012


Hæ.

Eiginlegt framhald á neðangreindum pósti.

Þegar ég sendi þennan póst og í einhvern tíma eftir það voru eingöngu
birtar upplýsingar sem sneru að nóðum en ekki vegum. Undanfarna daga hef
ég verið að rembast við scriptu sem les öll nodes, ways og relations inn
í gagnagrunn og þar vinn ég upplýsingarnar í stað þess að treysta á
osmosis sem sveik mig áður með vegina. Þar sem scriptan tekur smá tíma í
keyrslu á 100% örgjörva, og þar sem vefurinn er hýstur á sýndarvél, þarf
ég að takmarka frekar fjölda skipta sem kóðinn keyrir. Þessa stundina
keyrir hann einu sinni á klukkustund í stað 10 mínútna fresti áður.
Uppfærslurnar á Íslandi eru heldur ekki það tíðar að 10 mínútna frestur
skipti miklu máli.

Skipting milli element type (node,way,relation):
node = 1.075.143
way = 94.178
relation = 1.700

Síðan ákvað ég að kíkja á skiptingu elementa milli ára. Þetta fer eftir
þeim timestamp sem er á elementinu. Hef ekki skoðað hvort hann miðast
við seinustu uppfærslu á elementinu eða hvenær það var fyrst búið til.


type
<http://phpmyadmin.stuff.is/sql.php?db=osm&table=osm_elements&sql_query=SELECT+type%2CYEAR%28timestamp%29+as+time%2CCOUNT%28%2A%29+FROM+%60osm_elements%60+GROUP+BY+type%2Ctime+ORDER+BY+%60osm_elements%60.%60type%60+ASC&session_max_rows=30&token=ee85389100ce016b50afa5da48034806>
	year
<http://phpmyadmin.stuff.is/sql.php?db=osm&table=osm_elements&sql_query=SELECT+type%2CYEAR%28timestamp%29+as+time%2CCOUNT%28%2A%29+FROM+%60osm_elements%60+GROUP+BY+type%2Ctime+ORDER+BY+%60time%60+ASC&session_max_rows=30&token=ee85389100ce016b50afa5da48034806>
	count
<http://phpmyadmin.stuff.is/sql.php?db=osm&table=osm_elements&sql_query=SELECT+type%2CYEAR%28timestamp%29+as+time%2CCOUNT%28%2A%29+FROM+%60osm_elements%60+GROUP+BY+type%2Ctime+ORDER+BY+%60COUNT%28%2A%29%60+ASC&session_max_rows=30&token=ee85389100ce016b50afa5da48034806>

node 	2006 	1552
node 	2007 	27595
node 	2008 	82521
node 	2009 	91965
node 	2010 	208795
node 	2011 	239373
node 	2012 	423342
way 	2006 	1
way 	2007 	428
way 	2008 	3567
way 	2009 	3999
way 	2010 	5621
way 	2011 	37705
way 	2012 	42857
relation 	2008 	61
relation 	2009 	113
relation 	2010 	234
relation 	2011 	153
relation 	2012 	1139


Þá veitir osm.is/poi/ upplýsingar sem ég tel að gagnist okkur verulega í
því að meta hvar vantar gögn. Til dæmis eru eingöngu 2 skráðir
almenningssímar þegar þeir eru miklu fleiri samkvæmt þessum lista frá
Póst- og fjarskiptastofnun gerðum október 2010:
http://pfs.is/default.aspx?cat_id=193&module_id=210&element_id=2903.
Skráð bókasöfn eru 13 en eru talsvert fleiri. Almenningsbókasöfn eru 78
talsins samkvæmt http://www.menntamalaraduneyti.is/stofnanir/.

Ég hvet ykkur til þess að skoða listann og sjá hvort þið getið fundið
álíka dæmi og vísað í óhöfundarréttarvarin gögn sem við getum notað til
að bæta það upp. Hvort sem það eruð þið sjálf eða annar sjálfboðaliði í
framtíðinni. Til að koma með dæmi um slíkan lista, setti ég
almenningssímadæmið á
https://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland#POI_work og hvet
ykkur til að bæta við hann ef/þegar þið sjáið upplýsingaskort sem er
þess virði að bæta úr að ykkar mati. Ykkur er auðvitað frjálst að bæta
við færslu án þess að vísa í neinn lista og látið einhvern annan sjá um það.

Þá getið þið sent mér ábendingar um gagnlega staði þar sem ég gæti
brotið niður upplýsingar. Eins og að skipta niður eldsneytisstöðvum
eftir því hver rekur þær, í þeim tilgangi að sjá t.d. hversu margar eru
reknar af N1, Skeljungi, og svo framvegis svo hægt sé að skoða hvort við
höfum allar stöðvar þeirra listaðar og stöðvar hverra vantar inn á OSM.
Ætla samt ekki að framkvæma þetta dæmi nema einhver biður mig um það.

- Svavar Kjarrval

On 26/11/12 15:53, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ.
>
> Setti upp aðra staðreyndasíðu eins og um götuskrána á http://osm.is/poi/ .
>
> Ýmsar áhugaverður upplýsingar koma fram á síðunni. Ég læt ykkur eftir
> um að túlka upplýsingarnar í bili þar sem ég er á leiðinni út úr húsi.
>
> Þið getið lagt fram tillögur að lyklum og lyklasamsetningum til að
> birta (eða taka út).
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121130/4d5dd540/attachment-0001.html>


More information about the Talk-is mailing list