[Talk-is] Upplýsingar frá Íslandspósti

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Mon Oct 1 13:03:02 BST 2012


Hæ.

Hringdi í Kristínu Birnu hjá Íslandspósti, þeirri sömu og afgreiddi
málið með póstnúmeraskrána, og spurði hana hvort við gætum fengið hnitin
fyrir alla póstkassa á landinu. Póstkassarnir eru merktir inn á
póstappið svo ég vildi forvitnast hvort ég gæti fengið þau hnit. Hún
ætlar að athuga málið.

Það varð smá vandræðalegt þegar hún spurði mig varðandi nýtingu okkar á
póstnúmeraskránni. Sérstaklega þar sem við erum ekki enn byrjaðir að
sníða og keyra scriptið sem sér um að setja þær upplýsingar inn og
viðhalda þeim. Í sjálfu sér höfum við ekki notað þær upplýsingar að
neinu marki og það er liðinn dágóður tími. Sérstaklega þegar nær öll
göturelation í Hafnarfirði eru nú þegar með viðeigandi merkingu. Þetta
eru líka grunnupplýsingar og við hljótum að geta sett þetta í gang sem
fyrst. Myndi gera það sjálfur ef ég kynni að gera svona plugin í JOSM.

Er einhver hér sem getur tekið að sér að gera þetta script? Ég get alveg
séð um að keyra það reglulega.

- Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121001/5e1dfdb7/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list