[Talk-is] Upplýsingar frá Íslandspósti
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Wed Oct 3 09:42:47 BST 2012
Hmm... Fékk tækifæri núna til að kíkja á scriptið og sé að aðferðin þar
hentar ekki í að setja inn póstnúmeraskrána. Ástæðan er augljóslega sú
að hér er eingöngu gert ráð fyrir að setja inn nóður en ekki breyta
eigindum sem eru þegar inni. Eins og til dæmis ef við þurfum að
framkvæma uppfærslur (sem er nú þegar tímabært). *hint* *hint*
Skoða hvort ég finni aðra leið til að gera þetta.
- Svavar
On 01/10/12 13:40, Björgvin Ragnarsson wrote:
> Götuskráin er á csv formi svo ef þú kannt smá python þá geturðu notað
> scriptið sem ég bjó til fyrir strætóstoppistöðvarnar sem grunn:
> https://github.com/nifgraup/straeto-utilities/blob/master/csv2osm.py
>
> Ég notaði JOSM til "upload-a" .osm skránni sem cvs2osm.py bjó til.
>
> kv.
>
> Björgvin
>
> 2012/10/1 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
>> Hæ.
>>
>> Hringdi í Kristínu Birnu hjá Íslandspósti, þeirri sömu og afgreiddi
>> málið með póstnúmeraskrána, og spurði hana hvort við gætum fengið hnitin
>> fyrir alla póstkassa á landinu. Póstkassarnir eru merktir inn á
>> póstappið svo ég vildi forvitnast hvort ég gæti fengið þau hnit. Hún
>> ætlar að athuga málið.
>>
>> Það varð smá vandræðalegt þegar hún spurði mig varðandi nýtingu okkar á
>> póstnúmeraskránni. Sérstaklega þar sem við erum ekki enn byrjaðir að
>> sníða og keyra scriptið sem sér um að setja þær upplýsingar inn og
>> viðhalda þeim. Í sjálfu sér höfum við ekki notað þær upplýsingar að
>> neinu marki og það er liðinn dágóður tími. Sérstaklega þegar nær öll
>> göturelation í Hafnarfirði eru nú þegar með viðeigandi merkingu. Þetta
>> eru líka grunnupplýsingar og við hljótum að geta sett þetta í gang sem
>> fyrst. Myndi gera það sjálfur ef ég kynni að gera svona plugin í JOSM.
>>
>> Er einhver hér sem getur tekið að sér að gera þetta script? Ég get alveg
>> séð um að keyra það reglulega.
>>
>> - Svavar Kjarrval
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121003/6255d4a3/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list