[Talk-is] Upplýsingar frá Íslandspósti

Guðmundur Bjarni Ólafsson gudmundur.bjarni at gmail.com
Wed Oct 3 22:24:35 BST 2012


Hvaða póstnúmeraskrá eruð þið að tala um og hvað er í henni? Hvernig myndu
þau gögn svo varpast yfir í osm? Gæti etv. hjálpað með að koma skriftunni í
gang.

kveðja,
Guðmundur Bjarni


2012/10/3 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>

> Hmm... Fékk tækifæri núna til að kíkja á scriptið og sé að aðferðin þar
> hentar ekki í að setja inn póstnúmeraskrána. Ástæðan er augljóslega sú
> að hér er eingöngu gert ráð fyrir að setja inn nóður en ekki breyta
> eigindum sem eru þegar inni. Eins og til dæmis ef við þurfum að
> framkvæma uppfærslur (sem er nú þegar tímabært). *hint* *hint*
>
> Skoða hvort ég finni aðra leið til að gera þetta.
>
> - Svavar
>
> On 01/10/12 13:40, Björgvin Ragnarsson wrote:
> > Götuskráin er á csv formi svo ef þú kannt smá python þá geturðu notað
> > scriptið sem ég bjó til fyrir strætóstoppistöðvarnar sem grunn:
> > https://github.com/nifgraup/straeto-utilities/blob/master/csv2osm.py
> >
> > Ég notaði JOSM til "upload-a" .osm skránni sem cvs2osm.py bjó til.
> >
> > kv.
> >
> > Björgvin
> >
> > 2012/10/1 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
> >> Hæ.
> >>
> >> Hringdi í Kristínu Birnu hjá Íslandspósti, þeirri sömu og afgreiddi
> >> málið með póstnúmeraskrána, og spurði hana hvort við gætum fengið hnitin
> >> fyrir alla póstkassa á landinu. Póstkassarnir eru merktir inn á
> >> póstappið svo ég vildi forvitnast hvort ég gæti fengið þau hnit. Hún
> >> ætlar að athuga málið.
> >>
> >> Það varð smá vandræðalegt þegar hún spurði mig varðandi nýtingu okkar á
> >> póstnúmeraskránni. Sérstaklega þar sem við erum ekki enn byrjaðir að
> >> sníða og keyra scriptið sem sér um að setja þær upplýsingar inn og
> >> viðhalda þeim. Í sjálfu sér höfum við ekki notað þær upplýsingar að
> >> neinu marki og það er liðinn dágóður tími. Sérstaklega þegar nær öll
> >> göturelation í Hafnarfirði eru nú þegar með viðeigandi merkingu. Þetta
> >> eru líka grunnupplýsingar og við hljótum að geta sett þetta í gang sem
> >> fyrst. Myndi gera það sjálfur ef ég kynni að gera svona plugin í JOSM.
> >>
> >> Er einhver hér sem getur tekið að sér að gera þetta script? Ég get alveg
> >> séð um að keyra það reglulega.
> >>
> >> - Svavar Kjarrval
> >>
> >> _______________________________________________
> >> Talk-is mailing list
> >> Talk-is at openstreetmap.org
> >> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> >>
> > _______________________________________________
> > Talk-is mailing list
> > Talk-is at openstreetmap.org
> > http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121003/bc4c3433/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list