[Talk-is] Póstkassar og pósthús

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sun Oct 21 20:24:40 GMT 2012


Hæ.

http://osm.is/gogn/%c3%8dslandsp%c3%b3stur/Uppl%c3%bdsingar_og_Hnit_P%c3%b3stkassar_P%c3%b3sth%c3%bas.ods

Fengum gögn frá Íslandspósti með hnitum póstkassa og pósthúsa á landinu.
Hef því miður svo mikið að gera þessa dagana að mér datt í hug að dreifa
verkum aðeins til að flýta fyrir innsetningu gagnanna inn á OSM. Ef ég
enda á að sjá einn um þetta gæti liðið einhver tíma þar sem gögnin fara inn.

Þið þurfið ekki að setja önnur tög en amenity=post_box á nóðurnar í
bili. Öðrum tögum er hægt að redda síðar ef þarf en meira máli skiptir
að póstkassarnir og pósthúsin rati inn sem fyrst sem nóður (eða ways).
Myndi setja þetta inn með skítamixi ef ég hefði ekki svo miklar áhyggjur
að það gætu verið tveir póstkassar á litlu svæði vegna þess að það væri
póstkassi þar þá þegar. Sama gildir með pósthús.

https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Postbox fyrir önnur tög, ef þið nennið.

Möguleg leið væri að niðurhala einu svæði í einu, eins og sveitarfélagi,
í JOSM. Síðan fara í add node og slá inn hnitin sem eru í skránni og sjá
hvort það eru póstkassi í stuttri fjarlægð. Ef það er póstkassi þar þá
þegar, afritið tögin af honum, setja á þann nýja, og eyða hinum gamla.
Einnig er hægt að færa hinn með því að breyta hnitunum handvirkt. Þið
gætuð tekið að ykkur landsfjórðung eða nokkur póstnúmer í einu. Látið
bara vita hér á listanum svo það sé enginn tvíverknaður í gangi. Eða
setjið eitthvað upp á Wiki-inu.

Einhverjir sjálfboðaliðar? Póstnúmer á dag kemur skapinu í lag!

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121021/3d64e350/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121021/3d64e350/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list