[Talk-is] Drög að bréfi til sveitarstjórna

Pjetur G. Hjaltason pjetur at pjetur.net
Thu Sep 6 01:26:43 BST 2012


Sælir félagar,

Fyrirgefið, og mín er *skömmin,* leit á þráðinn og sá að þú ætlaðir að senda 
bréfið í september, svo ég var ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Krassaði niður drög að svari, og var ekki komin neitt lengra.
Tíminn líður svo ósköp hratt stundum.

Þarft verk og gott - Sérstaklega ef við fáum viðbrögð.

Eitt sem mér fannst þó vanta í bréfið - Það er að minna á hvurn *hag* 
sveitarfélögin hafa af þessu samstarfi.

Ekki aðeins hvað *þeir* þurfa að tína saman handa okkur (tómt vesen).

Enn og aftur *mín er skömmin,* og svona á ekki að gera kvöldið fyrir prentun.

Og hér á eftir fylgir óskipulagt raus og hugleiðingar um OSM !

================================================================

*Ferðagrunnur:*
OSM er nú notað beint og óbeint sem ferða- og staðsetningargrunnur.

Og það eru ekki bara Garmin GPS o.þ.h. leiðsögutæki sem taka við OSM kortum, 
heldur einnig allir snjallsímar (sem allir eiga eða eignast innann fárra ára).
Ýmis forrit í android (og eflaust i* líka) nota OSM sem grunnkort við 
vegaleiðsögn, eða sem leit að þjónustu af ýmsu tagi.

Ferðamenn, innlendir sem erlendir leita nú í símanum sínum að næstu 
bensínstöð, veitingahúsi, sundlaug, verslun, póstkassa, lækni..! og allt sem 
við skráum yfirleitt.

Gönguleiðir, hjólaleiðir, reiðleiðir, aðgengi, áhugaverðir staðir (tengdir 
Wikipedia)

Og það sem á við um farsíma, á ekki síður við um forrit á vefnum.
Wikipedia og OSM eru órjúfanlega tengd :-)
Þegar heim er komið, þá nota vefsíður flickr, iPhoto, yahoo og bing, OSM sem 
hluta af sínum leitar-og staðsetningar-síðum fyrir myndasafnið og ferða-annála 
((we)blog).

Þannig má lengi telja.

Og til að *koma sjálfum sér á kortið* þá þurfa sveitarstjórnir helst að 
*vera með* í leiknum.

*Samstarf við heimamenn:*
Best er auðvitað að heimamaður taki sig til og kortleggi og skrái upplýsingar 
um sína heimahaga - Starfsmaður sveitastjórnar, (kennarar? verkefni í skóla 
sveitarfélags? (nýta OSM sem tæki við kennslu í landafræði, náttúrufræði ?))
Það hljóta að vera nördar eins og ég hér og þar um landið. Gamlir fræðingar, 
sem vantar tilgang með röltinu sínu.

Við getum auðvitað aðstoðað, kennt, eða tekið við upplýsingum.

*GIS:*
Ég endurtek að fyrst og fremst eru ferðaþjónustutengdar upplýsingar í OSM 
gagnagrunninum - Ekki *nákvæmar* staðsetningar húsa, lagna o.þ.h eins og í 
stærri GIS kerfum.

En ég myndi (verkfræðimenntaður) telja, að sem grófur GIS grunnur, þá sé OSM 
*fyllilega* nægilegt (Nú hoppa auðvitað GIS hreintrúarmenn hæð sína í öllum 
herklæðum).

Fyrst og fremst er um að ræða hvaða tög er hægt að setja og tengja 
landfræði/staðsetningarupplýsingum (í báðar áttir), nákvæmum eða grófum.

Og það eru ekki öll sveitarfélög sem hafa efni á að eignast, reka og viðhalda 
flottum GIS gagnagrunni, en gætu samt haft hag af (ég veit að þetta eru ekki 
nema nokkrar milljónir - en það eru bara ekki allir sem eiga nokkrar
milljónir).

Til dæmis - Tegund, staðsetning og yfirborð/ástand vega og skilta, lagnaleiðir 
(þar sem hitaveitu/vatns/ljósleiðara/raf-lögnin sem var lögð með jarðýtu-
ripper - stefnan svo tekin á næsta bæ), rotþrær, brunnar, tengikassar, 
girðingar, skurðir, landnýting og skipulag, eru dæmi um upplýsingar sem 
krefjast ekki millimetra nákvæmni.
Gagnlegar upplýsingar fyrir skipulag verka og útboð á vegum sveitarfélags.
Þá gætu íslensk sveitarfélög frekar tekið sig saman um að nota fyrirliggjandi 
OSM kortagrunn og leggja ofan á þær meira prívat upplýsingar, s.s. íbúaskrá, 
landamerki, fasteigna-nr...

Það vantar semsagt svona My-OSM.

*Breytileiki grunns:*
Þar utan má nefna að landið okkar góða er alltaf að stækka um nokkra 
sentimetra á ári, þannig að eftir 50 ár eru mannvirki komin hálfan til einn 
meter frá upprunalegri staðsetningu :-) 

Jarðfræðingur, góður félagi - vildi hafa þetta allt upp á millimeter, hæð og 
halla Heklu og Kötlu, og allt annað eins!
Ég skil það vel, og er honum alveg sammála í því tilviki (Sem er í raun 
tímaröð hreyfinga).

Hann gat þó ekki sagt mér í fljótu bragði, hvort sumarkofinn minn væri á leið 
austur (Frá Seltjarnarnesi - Sem er GPS-nafli Íslands) - eða vestur, kannski 
bara mitt á milli, eða örlítið á leið norður!

http://osm.org/go/e0c_ewLNv--

================================================================

Semsagt, muna eftir að *hagnaður* sveitarfélags við að nota OSM er margur.

Kveðja,
Pjetur



More information about the Talk-is mailing list