[Talk-is] Bréf til sveitarfélaga - staðan 25. september
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Wed Sep 26 01:13:06 BST 2012
Hæ.
Hef uppfært Wiki-síðuna
(https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Icelandic:Bréf_til_sveitarstjórna)
með upplýsingum um stöðuna 25. september. Ásamt tilkynningum í gegnum
tölvupóst og bréfapóst fletti ég upp á öllum vefsíðum allra og kíkti
hvort búið var að afgreiða erindið. Þar kom ég auga á margar bókanir sem
ekki er búið að framfylgja. Stundum er það þannig að bókanir krefjist
samþykktar bæjarstjórnar/bæjarráðs fyrst og síðan getur fólkið verið
upptekið. Í þeim tilvikum mun ég bíða aðeins og sjá hvort fólkið mun
hafa samband.
Sum erindin sem ég sendi fóru ekki fyrir pólítíska stjórn, nefnd eða
ráð, heldur beint á viðkomandi aðila í stjórnsýslunni. Seinasta föstudag
fór ég á fund hjá Mosfellsbæ og eftir að þau sáu ástandið á bænum í OSM
vildu þau endilega afhenda okkur vektorgögnin. Þau ætla að hafa samband
í vikunni um afhendingu gagnanna nema eitthvað babb kemur í bátinn. Þau
vilja síðan í staðinn að við verðum dugleg við að setja inn POIs í
Mosfellsbæ.
Höfnun hefur borist frá Hörgársveit og lét ég þar við sitja. Ef einhver
vill að því verði fylgt eftir get ég leitað eftir nánari rökstuðning
fyrir höfnuninni.
- Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120926/68239a7b/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list