[Talk-is] Fréttir úr Reykjavík

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Thu Sep 27 18:23:44 BST 2012


Hæ.

Var á fundi í dag með fulltrúa Reykjavíkurborgar. Hér er það sem ég
bókaði í Wiki-ið:
„Fundurinn 27. september gekk vel og er mikill velvilji að afhenda gögn
án endurgjalds sem ekki er mikill áhugi á af hálfu þeirra sem kaupa
venjulega af Reykjavíkurborg. Meðal gagna sem nokkuð öruggt að OSM gæti
fengið innihalda bæjarmörk, hraðatakmarkanir, opinberar byggingar,
einstefnur og umferðarljós. Einnig verður skoðað hvort hægt sé að
afhenda önnur gögn. Sum gögnin sem mælt var með í erindinu eru á vegum
annarra aðila og þyrfti að hafa samband við þá sérstaklega. Möguleiki er
á afhendingu í næstu viku ef allt gengur vel. Hann biður um að OSM hafi
samband við hann 3. eða 4. október.“

Við ræddum annars líka um önnur 'þemu' sem eru fáanleg í Borgarvefsjánni
og mun ég senda á fulltrúann lista yfir þau þemu sem við myndum vilja fá
og er líklegt að þeir gætu veitt án endurgjalds.

Látið vita ef þið hafið tillögur um önnur þemu. Þið getið séð listann
með því að fara á Borgarvefsjána
(http://lukr-01.reykjavik.is/borgarvefsja/) og velja ‚Opna Valglugga‘
efst til vinstri.

Listi yfir þemu;

Borgarskipting:
Hverfaskipting
Hverfahlutar
Grunnskólahverfi
Póstnúmer

Götur og stígar:
Bekkir
Ruslastampar

Menningarminjar:
Fornleifar
Friðuð hús
Hús b.f. 1918, ófrið
Listaverk
Vernd 20. aldar húsa

Mælipunktar:
Fastmerki
Hæðarmerki

Náttúrufar:
Grunnmynd
Vatnsvernd

Íþróttir:
Íþróttahús
Sundlaugar
Íþróttaaðstaða

Umferð og aðgengi:
Einstefnugötur
Götumálning-línur
Götumálning-merkingar
Hámarkshraði
Hraðahindranir

Þjónusta:
Gjaldsvæði Bílastæðasjóðs
Bílastæðahús
Félagsþjónusta
Grunnskólar
Hverfisbækistöðvar
Leikskólar
Menningarstofnanir
Opin leiksvæði

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120927/ac110bda/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list