[Talk-is] Grunnupplýsingar úr fasteignaskrá - fréttir

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Thu Feb 21 14:07:50 GMT 2013


Sælt fólk.

Hringdi í manneskjuna sem hefur umsjón með því að setja grunnupplýsingar
úr fasteignaskrá á netið eins og rætt hefur verið áður. Helstu tafirnar
eru að setja gögnin í WMS þjónustu og er markmiðið að allt verði komið í
loftið ekki síðar en 15. mars næstkomandi. Vonum að það gangi eftir.

Þá nefndi hún að skilmálarnir væru tilbúnir og að þau myndu ekki nota
þekkt notkunarleyfi (því miður). Þess í stað eru það heimatilbúnir
skilmálar. Þar sem þeir liggja fyrir bað ég hana um að senda mér eintak
svo við gætum kíkt á þá. Það gerði hún og fylgja þeir í viðhengi. Gætuð
þið kíkt á skilmálana og athugað hvort það sé eitthvað í þeim sem
stoppar innleiðingu í OSM?

Þau eru nokkuð opin fyrir því að breyta skilmálunum ef þörf krefur en í
símtalinu nefndi hún að það sem skipti helst máli er að þeirra sé getið
(attribution) og að dagsetning niðurhalsins liggi fyrir þar sem um er að
ræða lifandi gögn.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: 2013-02-13 Sta?fangaskr?-notkunarskilm?lar v1.1.docx
Type: application/vnd.openxmlformats-officedocument.wordprocessingml.document
Size: 22742 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130221/f9f4d5db/attachment-0001.docx>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130221/f9f4d5db/attachment-0001.pgp>


More information about the Talk-is mailing list