[Talk-is] Grunnupplýsingar úr fasteignaskrá - fréttir

Bjarki Sigursveinsson bjarki at gmail.com
Thu Feb 21 15:02:51 GMT 2013


Þetta er ágætt hjá þeim. Ég skil ekki alveg ótta stjórnsýslunnar við að
nota það sem er til fyrir og virkar ágætlega (eins og Creative Commons)
í staðinn fyrir að þurfa alltaf að búa til sitt eigið.

Ég sé tvennt í þessu sem þarfnast nánari skýringa:
* Hvað er nægjanleg tilvísun samkvæmt 3. gr.? Er nóg að vísa í uppruna
gagnanna með t.d. source-tagi?
* Hvað merkir 6. gr. a. þegar kemur að verkefni eins og OSM? Ber að
skilja þetta þannig að OSM beri skylda til þess að uppfæra alltaf gögnin
til nýjustu útgáfu eða henda þeim út ella? Þetta gengur ekki upp í
framkvæmd á OSM enda er það verkefni sem byggir á vinnu sjálfboðaliða
sem hafa engar skyldur til verksins og geta hætt þátttöku sinni í því
hvenær sem er.

On 21.2.2013 14:07, Svavar Kjarrval wrote:
> Sælt fólk.
>
> Hringdi í manneskjuna sem hefur umsjón með því að setja grunnupplýsingar
> úr fasteignaskrá á netið eins og rætt hefur verið áður. Helstu tafirnar
> eru að setja gögnin í WMS þjónustu og er markmiðið að allt verði komið í
> loftið ekki síðar en 15. mars næstkomandi. Vonum að það gangi eftir.
>
> Þá nefndi hún að skilmálarnir væru tilbúnir og að þau myndu ekki nota
> þekkt notkunarleyfi (því miður). Þess í stað eru það heimatilbúnir
> skilmálar. Þar sem þeir liggja fyrir bað ég hana um að senda mér eintak
> svo við gætum kíkt á þá. Það gerði hún og fylgja þeir í viðhengi. Gætuð
> þið kíkt á skilmálana og athugað hvort það sé eitthvað í þeim sem
> stoppar innleiðingu í OSM?
>
> Þau eru nokkuð opin fyrir því að breyta skilmálunum ef þörf krefur en í
> símtalinu nefndi hún að það sem skipti helst máli er að þeirra sé getið
> (attribution) og að dagsetning niðurhalsins liggi fyrir þar sem um er að
> ræða lifandi gögn.
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-- 
Bjarki Sigursveinsson
+354 8215644
Mánagötu 8
105 Reykjavík
Iceland

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130221/8796eacf/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list