[Talk-is] Landhelgi

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Jan 8 10:10:33 GMT 2013


2013/1/2 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
> Sæl öll,
> Það hefur farið dálítið í taugarnar á mér lengi án þess að ég hafi sagt
> nokkuð að landhelgi Íslands er vitlaust skilgreind á openstreetmap. Búin var
> til lína sem er 12 sjómílur frá strandlengju en hið rétta er að miða við 12
> sjómílur frá grunnlínu. Munurinn er að grunnlínan er dregin á milli hnita
> ystu annesja og eyja þannig að flóar og firðir lenda innan hennar (og
> kallast þá innsævi). Til dæmis er grunnlínan dregin beint frá
> Geirfugladrangi suðvestur af Reykjanesi til Skálasnaga yst á Snæfellsnesi
> þannig að allur Faxaflói er innan hennar. Hnit grunnlínu eru skilgreind í
> lögum: http://jura.is/wiki/Brunnur:L%C3%B6g_1979041
>
> Það er sjálfsagt einfalt að draga grunnlínuna á kortið út frá hnitunum en ég
> kann ekki að breyta landhelginni þannig að hún miðist við 12 sjómílur frá
> grunnlínu.

Ég mæli með að hafa samband við:
http://www.openstreetmap.org/user/daswaldhorn sem setti þetta inn til
að byrja með, sjá t.d.
http://www.openstreetmap.org/browse/way/42886944/history

En þetta er örruglega almennt vandamál í löndum við norðursjó skv.
seinni pósti þínum, þannig kannski er gott að take þetta upp á
osm-talk og/eða osm-talk listunum fyrir þau lönd líka.

Getur ekki verið að eitthvað ráðuneyti eins og utanríkisráðuneytið sé
til í að láta okkur hafa hnit fyrir það sem þeir telja vera 12 mílna
landhelgina?



More information about the Talk-is mailing list