[Talk-is] Gjaldfrjálsar upplýsingar úr fasteignaskrá

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Tue Jan 8 13:56:32 GMT 2013


Hæ.

Þann 6. desember sl. nefndi ég á talk-is að þjóðskrá myndi leggja fram
gjaldskrá til innanríkisráðuneytisins þar sem ákveðnar upplýsingar úr
fasteignaskrá yrðu gjaldfrjálsar. Þá ræddi ég áðan við Margréti hjá
fasteignaskrá og hún nefndi við mig að gjaldskráin sem þau lögðu fram
var samþykkt og birt í Stjórnartíðindum (auglýsing 1146/2012 í B-deild -
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=a33b53d9-4596-4737-bde4-2521a66256eb).
Þau eru að vinna í að koma þessum gögnum á vefinn og búast við því að
það verði í janúarmánuði. Þau eru einnig að semja/yfirfara skilmála í
tengslum við gögnin. Í desember nefndi ég við hana að huga að því að
leyfið verði sem frjálsast og vona ég að sú verði raunin. Ef
skilmálarnir koma í veg fyrir að gögnin rati inn á OSM get ég alltaf
farið í það hlutverk að reyna að sannfæra stofnunina um að breyta þeim.

Fyrir forvitna hljómar greinin svo:
" Grunnupplýsingar úr staðfangahluta fasteignaskrár eru gjaldfrjálsar,
en þær innihalda upplýsingar um hnitpunkt, heiti og auðkennisnúmer.
Gjald er tekið fyrir framreiðslu upp­lýsinganna eftir því sem við getur
átt, sbr. 10., 11., 17. og 18. gr."

Seinni liðurinn er aðallega gjald fyrir sérstaka afhendingu eða sérvinnu.

Hnitpunktur = Staðsetning fasteignar skv. ákveðnu hnitakerfi. Veit ekki
hvaða hnitakerfi verður notað en býst við ISNET93.
Heiti = Gata og númer. Sérnafn fasteignar ef gata og númer liggja ekki
fyrir.
Auðkennisnúmer = "Auðkenni er sjö stafa upplýsingalaust raðnúmer sem
notað er til að einkenna  hvern matshluta. Undir einni fasteign geta
verið mörg auðkenni. Fjöldi  auðkenna ræðst af fjölda
einingarhaldsnúmera í skráningartöflu. Auðkenni  aðalmatseiningar
fasteignar er fastanúmer hennar."

Við ættum að ræða nánar hvernig við ætlum að innleiða þessa skrá inn á
OSM. Eins og hvort við ættum að setja auðkennisnúmerin inn svo hægt sé
að bæta við upplýsingum síðar á einfaldari máta, t.d. ef fasteignaskrá
opnar fyrir fleiri gögn í framtíðinni.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130108/76f1ef53/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20130108/76f1ef53/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list