[Talk-is] Nýir skilmálar Landmælinga Íslands
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Thu Oct 10 15:33:10 UTC 2013
Hæ.
Frá og með deginum í dag er hægt að skrá sig inn á niðurhalssíðu
kortagagna hjá Landmælingum Íslands og fá kortagögn stofnunarinnar undir
nýjum skilmálum[1]. Þeir eru byggðir á Open Government Licence og það
eru fordæmi fyrir því að gögn undir því leyfi hafi verið formlega sett
inn á OSM. Við getum því byrjað að undirbúa innleiðingarferlið fyrir þau
gögn. Gagnamagnið er það mikið að við ættum (helst) að nota formlega ferlið.
Ætla að skoða gögnin nánar og reyna að búa til lista yfir þau helstu.
Við getum síðan í framhaldinu ákveðið forgangsröðunina. Einnig finnst
mér að stofnfundurinn 24. október næstkomandi ætti að þakka Landmælingum
Íslands fyrir gagnaframlagið.
[1]
http://www.lmi.is/wp-content/uploads/2013/10/Leyfi-fyrir-gjaldfrj%C3%A1ls-g%C3%B6gn-LM%C3%8D-Almennir-skilm%C3%A1lar.pdf
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131010/8991d006/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131010/8991d006/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list