[Talk-is] Pæling - legstaðaskrár
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Fri Oct 25 14:21:04 UTC 2013
Þættinum hefur borist bréf...
Í samtali á kaffistofunni kom fram ósk um að það væri fínt að fá app í
símann sem gæti leitt mann að grafreit ættingja. Tilvalið á Þorláksmessu
þegar fólk reikar um kirkjugarðana hundruðum saman í misgóðu skyggni.
Þetta var sagt í hálfkæringi en er engu að síður hugsanlega eitthvað
sem væri jafnvel hægt að leysa að hluta. Á gardur.is er hægt að fletta
upp í legstaðaskrá og á kirkjugardar.is eru til ratkort þar sem búið er
að reitaskipta kirkjugörðum. Ég sé ekki fyrir mér að þessi gögn eigi
heima í OpenStreetMap sjálfu nema að litlum hluta (reitaskipting
ratkorta hugsanlega) en það gæti verið áhugavert að kynna sér
leyfismálin á bakvið legstaðaskrána þar sem 137 þúsund nöfn (ekki öll
með nákvæma staðsetningu) er að finna.
Ef ekki annað væri sniðugt PR að geta búið til lítið HTML-app sem
leyfir fólki að rata að réttum reit (en ekki endilega legsteini, held
þau gögn séu ekki til?) í réttum kirkjugarði, byggðum á nafnaleit í
legstaðaskránni. Í appinu gæti svo verið "Favorites" þar sem fólk getur
geymt ömmur og afa og aðra látna ættingja svo það þurfi ekki einu sinni
að leita á næstu jólum...
Hvað telur fólk hér um þetta, eitthvað sem að nýstofnað félag,
Hliðskjálf, félag um opin og frjáls upplýsingagögn, ætti að skoða ef
ekki meira, helst í samstarfi við þá aðila sem standa að gardur.is?
kveðja,
Jóhannes
P.S. Sendur verður út annar póstur sem býður fólki að gerast félagar í
Hliðskjálf.
More information about the Talk-is
mailing list