[Talk-is] Pæling - legstaðaskrár

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Fri Oct 25 17:33:23 UTC 2013


Þjóðverjar hafa verið að ræða eitthvað um skráningu á grafreitum. Sjá
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Friedhofmapping (á þýsku).

Hef skoðað sum kortin sem eru á gardur.is og finnst eins og þau muni
ekki duga til þess að hnitsetja grafirnar, allavega ekki af þeirri
nákvæmni sem væri ásættanleg til að leiðbeina fólki í gegnum slæmt skyggni.

Dauðinn er auðvitað viðkvæmt mál og ég veit ekki hversu langt væri hægt
að ganga til þess að hnitsetja grafirnar almennilega. Til dæmis hvort
það væri hægt að komast upp með, undir umsjón kirkjugarðsvarðar, að fara
um grafirnar með myndavél og taka myndir af legsteinunum. Upplýsingarnar
á legsteinunum ásamt GPS upplýsingum á myndunum væri hægt að nota til
þess að tengja við skráningarupplýsingarnar á gardur.is. Einnig eru til
síður þar sem hægt er að senda GPS taggaðar myndir af legsteinum og þeir
eru skráðir í leitanlegar færslur (billiongraves.com sem dæmi).

Mark Gray ræddi skráningu grafreita á SOTM 2010. Hér er slideshowið:
http://vatavia.net/osmqc/OSM_US_ManyFacets.odp.

Upplýsingarnar um hverja einstöku gröf eru ekki birtar á kortinu á
osm.org (nema grafir frægs fólks) en það eitt og sér bannar ekki
skráningu almennra grafa. Svo virðist vera að möguleikinn sé til staðar
en ekki mikið notaður. Að mínu mati ætti fyrst að skrá nokkrar grafir
til prufu, forrita appið og síðan byrja að safna upplýsingum í massavís
þegar allir eru sannfærðir um að þetta sé eitthvað sem fólk vill almennt
sjá. Ef appið er komið ætti að vera auðveldara að sannfæra umsjónaraðila
kirkjugarða um að upplýsingarnar verði örugglega notaðar og í þeim
tilgangi sem við lýsum. Mögulega væri hægt að sannfæra þá um að styrkja
verkefnið með fjárveitingu, sérstaklega ef þeir geta notað myndirnar og
hnitin sem við myndum safna.

- Svavar Kjarrval

On 25/10/13 14:21, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> Þættinum hefur borist bréf...
>
> Í samtali á kaffistofunni kom fram ósk um að það væri fínt að fá app í
> símann sem gæti leitt mann að grafreit ættingja. Tilvalið á
> Þorláksmessu þegar fólk reikar um kirkjugarðana hundruðum saman í
> misgóðu skyggni.
>
> Þetta var sagt í hálfkæringi en er engu að síður hugsanlega eitthvað
> sem væri jafnvel hægt að leysa að hluta. Á gardur.is er hægt að fletta
> upp í legstaðaskrá og á kirkjugardar.is eru til ratkort þar sem búið
> er að reitaskipta kirkjugörðum. Ég sé ekki fyrir mér að þessi gögn
> eigi heima í OpenStreetMap sjálfu nema að litlum hluta (reitaskipting
> ratkorta hugsanlega) en það gæti verið áhugavert að kynna sér
> leyfismálin á bakvið legstaðaskrána þar sem 137 þúsund nöfn (ekki öll
> með nákvæma staðsetningu) er að finna.
>
> Ef ekki annað væri sniðugt PR að geta búið til lítið HTML-app sem
> leyfir fólki að rata að réttum reit (en ekki endilega legsteini, held
> þau gögn séu ekki til?) í réttum kirkjugarði, byggðum á nafnaleit í
> legstaðaskránni. Í appinu gæti svo verið "Favorites" þar sem fólk
> getur geymt ömmur og afa og aðra látna ættingja svo það þurfi ekki
> einu sinni að leita á næstu jólum...
>
> Hvað telur fólk hér um þetta, eitthvað sem að nýstofnað félag,
> Hliðskjálf, félag um opin og frjáls upplýsingagögn, ætti að skoða ef
> ekki meira, helst í samstarfi við þá aðila sem standa að gardur.is?
>
>
> kveðja,
> Jóhannes
>
> P.S. Sendur verður út annar póstur sem býður fólki að gerast félagar í
> Hliðskjálf.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131025/2f5b4cdb/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131025/2f5b4cdb/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list