[Talk-is] Loka OpenStreetBugs
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Wed Oct 30 13:23:52 UTC 2013
Sæl öll.
Það er verið að fasa út OpenStreetBugs (OSB) og í staðinn á að nota
Notes fítusinn (OSN) (sem almennir notendur komast núna í). Það er verið
að biðja um að fólk grisji sem mest af OSB út fyrir áramót. Eftir
áramótin verða svo þær OSB sem eru enn útistandandi líklega fluttar inn
í OSN.
Þið getið séð lista yfir bögga á Íslandi hérna:
http://osmbugs.org/index.html?lat=64.17289&lon=-19.31397&zoom=6
Sumt er gamalt og má einfaldlega loka, ég var að loka tveimur böggum
sem var þegar búið að leysa á kortinu, tvö hringtorg í Njarðvík sem voru
ekki á kortinu þegar böggarnir voru skráðir.
Endilega reynum að hreinsa sem mest þarna fyrir áramótin. Það er til
OSB plugin fyrir JOSM sem getur verið þægilegt að nota.
kveðja,
Jói
More information about the Talk-is
mailing list