[Talk-is] Tenging stíga og rútun fyrir gangandi og hjólandi

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Thu Aug 21 10:16:25 UTC 2014


> 3. Fyrir hjólandi. Rúta eftir götum að jafnaði en setja
> bicycle=yes við þá stíga og gangstéttir (ef við höldum þeim)
> sem eru nauðsynlegir og eðlilegir sem tengingar fyrir reiðhjól.
> Sérstakir hjólastígar eru eðlilegur hluti af leiðum.
> 
> Hvað finnst ykkur vera eðlilegasta og einfaldasta leiðin? Eyða
> gangstéttum eða tengja þær yfir götur?

Ég er á því að við höldum áfram því sem er að verða venja hjá okkur. 
Merkja inn gangstéttir sem gönguleiðir, tengja þær yfir götu á eðlilegum 
stöðum (helst að skoða hvort fláar séu til staðar - margir með kerrur 
eða vagna eða göngugrindur).

Setja bicycle=yes á þá staði sem eðlilegt má teljast að hjólað sé, það 
þarf ekki hver einasta gangstétt að vera þannig (eins og ég gerði fyrst 
sjálfur og gerði OpenCycleMap að martröð og tryggir ekki bestu 
hjólaleið).

Offors mitt í því að taka bicycle=yes af sem flestum stöðum var kannski 
overkill en kannski ekki, það auðveldar okkur að merkja inn alvöru 
göngustíga (sem ættu að vera bicycle=yes) og leyfir okkur að handvelja 
svo þær gangstéttir sem mynda bestu hjólaleiðirnar.

--Jói



More information about the Talk-is mailing list