[Talk-is] Samstarf við Strætó bs.

Björgvin Ragnarsson nifgraup at gmail.com
Tue Aug 26 13:21:59 UTC 2014


Þetta er áhugavert,

Í þessu samhengi má benda á að notandinn Mister Kanister hefur skráð
svo til allt leiðarkerfið,
https://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Public_Transport.

Sjálfur setti ég inn stoppistöðvarnar árið 2011 og hverri nóðu fylgir
einkvæmt gildi (BUSFASTNR í upprunalegu gögnunum) og hægt nota til að
uppfæra nóður með nýjum upplýsingum frá Strætó. Síðan þá hefur fleiri
stöðvum verið bætt svo ekki hafa allar stoppistöðvar slíkt númer.

Ég myndi byrja og sjá hvað Strætó getur gert til að auðvelda Mister
Kanister verkið.


kv.

Björgvin

2014-08-25 23:10 GMT+03:00 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
> Afrit: Daði
>
> Hæ.
>
> Daða hjá Strætó bs. langar að athuga með að nota OSM fyrir strætó á
> Íslandi. Væntanlega er um að ræða nýtingu á OSM eftir því sem kostur er
> og reynt að skipta út þjónustum sem nota ófrjáls gögn fyrir aðrar sem
> nýta OSM gögn.
>
> Hver hér hafa áhuga?
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



More information about the Talk-is mailing list