[Talk-is] Samstarf við Strætó bs.

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Tue Aug 26 19:06:20 UTC 2014


Það sem mér dettur beint í hug væri að skoða hvort það væri hægt að
skipta út Google Maps í strætóappinu fyrir OSM, þar sem flísarnar væru
væntanlega hýstar hjá Strætó bs. eða þriðja aðila. Við gætum aðstoðað,
ef flutningurinn er fýsilegur, með að búa til (eða finna) hentugt
stylesheet.

Væri hægt að fá frá þér, Daði, útlistingu á því hvaða þjónustur Strætós
byggja á kortagögnum og/eða staðsetningarþjónustu þriðju aðila?

- Svavar Kjarrval

On 26/08/14 13:21, Björgvin Ragnarsson wrote:
> Þetta er áhugavert,
>
> Í þessu samhengi má benda á að notandinn Mister Kanister hefur skráð
> svo til allt leiðarkerfið,
> https://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Public_Transport.
>
> Sjálfur setti ég inn stoppistöðvarnar árið 2011 og hverri nóðu fylgir
> einkvæmt gildi (BUSFASTNR í upprunalegu gögnunum) og hægt nota til að
> uppfæra nóður með nýjum upplýsingum frá Strætó. Síðan þá hefur fleiri
> stöðvum verið bætt svo ekki hafa allar stoppistöðvar slíkt númer.
>
> Ég myndi byrja og sjá hvað Strætó getur gert til að auðvelda Mister
> Kanister verkið.
>
>
> kv.
>
> Björgvin
>
> 2014-08-25 23:10 GMT+03:00 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
>> Afrit: Daði
>>
>> Hæ.
>>
>> Daða hjá Strætó bs. langar að athuga með að nota OSM fyrir strætó á
>> Íslandi. Væntanlega er um að ræða nýtingu á OSM eftir því sem kostur er
>> og reynt að skipta út þjónustum sem nota ófrjáls gögn fyrir aðrar sem
>> nýta OSM gögn.
>>
>> Hver hér hafa áhuga?
>>
>> Með kveðju,
>> Svavar Kjarrval
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140826/1963c4d0/attachment.sig>


More information about the Talk-is mailing list