[Talk-is] Sveitarfélög og byggðarkjarnar

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Sun Jun 15 03:22:50 UTC 2014


Halló.

Ég er að leggja lokahönd á tól sem hjálpar okkur að hafa yfirlit með 
þéttbýliskjörnum (city, town, village, hamlet) á Íslandi og rakst þar á 
ósamræmi hjá okkur.

Sveitarfélagið Árborg er til dæmis ekki til sem place= en það er 
Reykjanesbær hins vegar. Vantar kannski að smella Árborg inn á 
administrative_level.

Selfoss er place=town en Keflavík er place=suburb.
Eyrarbakki er place=village en Njarðvík er place=suburb.

Hagstofan sjálf hefur breytt skilgreiningum, sjá skjal þeirra: 
http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=13604

Þar kemur fram að sveitarfélag er eitt og byggðarkjarni (borg, bær, 
þorp, þéttbýliskjarni) annað. Kortið okkar geymir byggðarkjarna sem 
place= en sveitarfélög sem administrative_relations oftast. Með 
sameiningu sveitarfélaga hefur þetta orðið brýnna.

Ég stefni því á það að smella Keflavík og Njarðvík í town/village 
flokkinn en halda Reykjanesbær inni, þar sem það er notað mun meira en 
til dæmis Árborg.

Sumt þess sem er núna sem place=suburb ætti að breyta í hamlet eða 
village (t.d. Grundarhverfi) en halda öðru (Sogamýri). Þið getið séð 
núverandi stöðuna með því að ýta á þennan tengil 
http://overpass-turbo.eu/s/3K9 og svo á Run á vefsíðunni, þá birtast öll 
suburb.

Einnig höfum við verið að setja sums staðar stórar sumarbústaðabyggðir 
inn sem place=hamlet. Það er í lagi í mínum huga þar sem að á sumrin er 
íbúafjöldi þar á stærð við bestu þéttbýliskjarna.

Allar pælingar velkomnar.


kveðja,
Jói
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140615/63662530/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list