[Talk-is] Hvarfahverfi í Kópavogi er ekki rétt hnitað
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Thu Oct 30 21:26:05 UTC 2014
Ég var að vandræðast í þessu um daginn, það var mismunur á loftmyndum og
nýjustu myndirnar virðast hafa hnikast til um hálfan meter sýndist mér.
Ef þú ert með góðar stikkprufur þá er líklega málið að opna hverfið í
JOSM, hlaða svo stikkprufunum inn, velja allt hverfið og hnika til þar
til stikkprufurnar passa.
Svo þarf bara að laga tengingarnar út úr hverfinu sem eru ekki margar
sem betur fer.
Aðrir sem hafa reynslu í svona heilhverfishnikunum endilega leggja sína
leið til, ég hef sjaldan hræðst smá brute force en það er kannski ekki
alltaf besta leiðin.
--Jói / Stalfur
Þann 30.10.2014 21:01, skrifaði baldvin at baldvin.com:
>
> Sæl. Mér sýnist Hvarfa hverfið í Kópavogi ekki rétt hnitað. Var að
> taka stikkprufur þar og það munar nógu miklu til að það skiptir máli
> ef verið er að nota kortin til að sýna önnur gögn ofan á þeim. Er
> þetta eitthvað sem einhver hefur skoðað nýlega og gæti haft skoðun á?
> Jafnframt, hefur einhver reynslu af því að leiðrétta svona heilt
> hverfi? Ef ég fer að gera þetta í höndum hús fyrir hús og götu fyrir
> götu er líklegt að það taki dálítið mikið á að gera það svo vel sé
> fyrir umhverfið sem þessu tengist og er rétt hnitað nú þegar. Allar
> ábendingar eða hugmyndir eru vel þegnar. Annars skoða ég þetta þegar
> ég fæ lausa nokkra klukkutíma.
>
> Mbk,
>
> Baldvin
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20141030/d6aea3e1/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list