[Talk-is] Svæðisfélagið og OSMF
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Mon Feb 8 22:53:50 UTC 2016
Sæl verið þið.
Fyrirhugaður aðalfundur OpenStreetMap á Íslandi er á næsta leiti, við
erum að stefna á mars en ekki komin dagsetning enn.
Mikel Maron hjá OpenStreetMap Foundation (sem eiga lénin og sjá um allt
lögfræðistússið) var að senda póst og spyrja um hvað okkur finnist eiga
að vera hlutverk svæðisfélaga (Local Chapters) annars vegar og OSMF hins
vegar varðandi stuðning við Local Chapters. Við vorum fyrsti Local
Chapter til að verða aðili að OSMF og nú um daginn voru Ítalir að bætast
við - held að Japanir hafi verið með umsókn í gangi líka.
Nú langar mig að fá álit ykkar á hvað þið teljið að eigi að vera á
verkahring hvers.
Sjálfum dettur mér í hug að:
Local Chapter sjái um
-samskipti við þá sem kortleggja á svæðinu, benda á betri leiðir ef
eitthvað misferst
-hvetji opinbera aðila til að opna sín kortagögn
-útbreiði boðskapinn - ég hef nokkuð lengi gengið með það í maganum að
gera efni sem hæfði í 1-2 kennslustundir á grunnskólastigi með möguleika
á framhaldsefni fyrir áhugasama
OSMF getur stutt við það með því að:
-???
Endilega segið hver ykkar sýn er á þessi mál, og takk öll fyrir að
kortleggja!
--Jói
formaður Hliðskjálfar/OpenStreetMap á Íslandi
More information about the Talk-is
mailing list