[Talk-is] Makedónía

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Mon Feb 4 23:04:42 UTC 2019


Sæl verið þið.

Sá að einhver hafði endurnefnt Makedóníu sem Norður-Makedóníu, það er hugsanlega opinbert nafn landsins og mætti fara inn í viðeigandi tag en við erum ekki að fara að endurnefna landið þó að formlegt heiti þess hafi breyst. Ég breytti þessu því til baka.

Sjá hugtakasafn utanríkisráðuneytisins þar sem "fyrrum lýðveldi Júgóslavíu" (FYROM) var alltaf aukanafn, ekki aðalnafn landsins. https://hugtakasafn.utn.stjr.is/leit-nidurstodur.adp?leitarord=Maked%C3%B3n%C3%ADa&tungumal=oll&ordrett=o (https://hugtakasafn.utn.stjr.is/leit-nidurstodur.adp?leitarord=Maked%C3%B3n%C3%ADa&tungumal=oll&ordrett=o)

Á sama máta er okkur sama hvort Tékkar noti Republica Cska eða Czechia, það heitir áfram Tékkland hjá okkur. Við erum með Ísland á kortinu en ekki Lýðveldið Ísland sem name, það á heima í official_name.
--JBJ / Stalfur
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20190204/863d0112/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list