[Talk-is] Útgáfa Póst- og fjarskiptastofnunar á póstnúmeraskrá

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Wed Mar 18 14:29:18 UTC 2020


Sæl öll.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) gaf opinberlega út á vef sínum 
póstnúmeraskrá, þar á meðal skrá með þekjum þeirra [1]. Var þetta gert 
samkvæmt lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019, sem fól í sér færslu 
skrárinnar frá Íslandspósti til PFS. Í upprunalega frumvarpinu stóð ekki 
sérstaklega til að PFS gæfi hana út en því var bætt við í meðförum 
Alþingis með þeim orðum í nefndaráliti meiri hlutans að henni yrði 
miðlað opið og gjaldfrjálst [2].

Hvorki umfjöllunin um skrána á vef PFS né niðurhalaða útgáfan virðast 
minnast á neitt tiltekið leyfi sem skránni er dreift samkvæmt né að 
skránum sé dreift í þeim tilgangi. Því er opin spurning um heimild til 
að innleiða hana í OSM grunninn. Því miður hef ég of mikið að gera í 
náminu til að fara í þetta mál núna en ef einhver hér hefur bæði áhuga 
og tíma í verkið hvet ég viðkomandi til að hafa samband við PFS til að 
spyrja út í þetta.

[1] 
https://www.pfs.is/?PageId=3a034dad-e97b-11e2-b5a5-005056864800&newsid=bf4a107b-6906-11ea-9458-005056bc0bdb
[2] https://www.althingi.is/altext/149/s/1916.html

Með kveðju,
Svavar Kjarrval



More information about the Talk-is mailing list