[Talk-is] Hvernig á að merkja bílastæði við götu í OSM?
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Wed Mar 18 14:49:29 UTC 2020
Sæl öll.
Ef ég er í vafa lít ég oft á OSM wiki síðuna fyrir það sem ég er
forvitinn um og met svo með hliðsjón af álitaefninu sem ég er að spá í
og hvort þær séu gagnlegar upp á alþjóðlega samræmið. Hið síðastnefnda
getur verið gagnlegt upp á líkurnar á erlendum tólum, hvort sem það er
kortagerðarhugbúnaður, OSM quality assurance hugbúnaður, eða möguleikinn
á tölfræðiupplýsingum.
Við lestur á Tag:amenity=parking og Key:parking:lane sýnist mér að það
ætti að nota hið síðarnefnda fyrir bílastæði meðfram götum (merkt á
götulínunni sjálfri) en hið fyrrnefnda þegar um er að ræða sérstök svæði
og/eða byggingar í þeim tilgangi. Því teldi ég persónulega gagnlegra að
umbreyta þeim merkingum þar sem bílastæðasvæði eru merkt meðfram götum
yfir í viðeigandi parking:lane gildi [1] eftir því sem tilefni er til.
[1] Sjá https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:parking:lane .
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
On 6.2.2020 13:41, Arni Davidsson wrote:
> Sæl
>
> Ég er að velta fyrir mér merkingum á bílastæðum í OSM.
> Bílastæði við götu sem eru með gjaldskyldu hafa verið merkt að því er
> virðist með 'Tag:amenity=parking' og teiknaður flötur sem sýnir
> afmörkun bílastæðisins. Samsvarandi bílastæði án gjaldskyldu virðast
> þó sjaldan eða aldrei merkt.
>
> Er rétt að merkja bílastæði samsíða götu með þessum hætti? Eru þau
> kannski merkt svona til að getað sett inn upplýsingar um gjaldskyldu,
> fjölda stæða o.s.frv.
>
> Er réttara að merkja þau á einhver hátt sem hluta götunnar og er hægt
> að merkja þau þannig?
>
> Þess má geta að ég hef sérstakan áhuga á fjölda bílastæðanna og að
> geta dregið út þær upplýsingar sem eru settar inn um bílastæði úr OSM
> og unnið með þær síðar og tekið saman yfirlit yfir fjölda og gerð stæða.
>
> kveðja
> Árni Davíðsson
>
> --
> Árni Davíðsson
> arnid65 at gmail.com <mailto:arnid65 at gmail.com>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
More information about the Talk-is
mailing list