[Talk-is] Mörk sveitarfélaga

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Thu Dec 15 11:00:19 UTC 2022


Sæl verið

Fékk ábendingu um að sveitarfélagamörk væru að klístrast saman við ár og fleira, sem gerir viðhald á þeim og öðrum kennileitum miklu erfiðara. Dæmi til dæmis Bláskógabyggð sem er með 10 árhluta sem hluta af "relationinu".

https://www.openstreetmap.org/relation/9177051#map=9/64.4711/-20.1114 (https://www.openstreetmap.org/relation/9177051#map=9/64.4711/-20.1114)

Stjórnsýslumörk ættu,samkvæmt bestu venju, að vera óháð landfræðilegum mörkum, mér sýnist því að best gæti verið að hreinlega eyða þeim sveitarfélögum sem nota önnur vensl og flytja inn mörkin sem LMÍ er með hjá sér og eru opin og frjálst að nota. Þau væru þá ekki vensluð við önnur mörk, vegi, ár, strandlínur eða annað.

--Jóhannes / Stalfur @ OSM
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20221215/fd1256ef/attachment.htm>


More information about the Talk-is mailing list