[Talk-is] Mörk sveitarfélaga

Tómas Ingi Hrólfsson tomasingi00 at gmail.com
Thu Dec 15 11:32:53 UTC 2022


Sæl,

Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Mér tekst ekki að finna heimildina
núna, en í umræðu um deilur sveitarfélaga á suðvesturhorninu var því haldið
fram að ef ágreiningur er á milli hnita og kennileita á mörkum
sveitarfélaga, þá skuli kennileitin alltaf gilda fram yfir hnitin. Þannig
tel ég að sveitarfélagamörkin séu óhjákvæmilega háð landfræðilegum mörkum,
nema annað komi fram. Það gæti verið talin besta venja í ýmsum löndum að
hafa þetta tvennt óháð, en ég tel að það þurfi að taka ákvörðun um það í
hverju tilfelli fyrir sig. Þess ber að geta að mörkin sem eru hjá LMÍ eru
sjálf dregin, beint eða óbeint, eftir þessum sömu kennileitum.

Ég þekki ekki til þess að viðhald se mikið erfiðara þegar kennileiti eru
hluti af mörkum; ef einhver veit um gott dæmi þá er ég mjög forvitinn að
sjá það.

-Tómas Ingi

On Thu, 15 Dec 2022 at 12:04, Jóhannes Birgir Jensson <joi at betra.is> wrote:

> Sæl verið
>
> Fékk ábendingu um að sveitarfélagamörk væru að klístrast saman við ár og
> fleira, sem gerir viðhald á þeim og öðrum kennileitum miklu erfiðara. Dæmi
> til dæmis Bláskógabyggð sem er með 10 árhluta sem hluta af "relationinu".
>
> https://www.openstreetmap.org/relation/9177051#map=9/64.4711/-20.1114
>
> Stjórnsýslumörk ættu,samkvæmt bestu venju, að vera óháð landfræðilegum
> mörkum, mér sýnist því að best gæti verið að hreinlega eyða þeim
> sveitarfélögum sem nota önnur vensl og flytja inn mörkin sem LMÍ er með hjá
> sér og eru opin og frjálst að nota. Þau væru þá ekki vensluð við önnur
> mörk, vegi, ár, strandlínur eða annað.
>
> --Jóhannes / Stalfur @ OSM
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20221215/dd5709e7/attachment.htm>


More information about the Talk-is mailing list