[Talk-is] Mörk sveitarfélaga
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Sat Dec 17 20:48:35 UTC 2022
Gott kvöld.
Er ekki með neina staðarþekkingu varðandi þessi tilteknu mörk en þess
ber að geta að ekki öll mörk sveitarfélaga eru óumdeild og tel ég að í
mörgum tilfellum hafi þau á sínum tíma verið skilgreind á grundvelli
kennileita, svo sem árfarvegum. Svo geta kennileitin ýmist hafa færst
til eða glatast með tíð og tíma. Í LUKR-skránni með sveitarfélagsmörkum
má t.a.m. sjá einhverjar athugasemdir þar sem Reykjavíkurborg nefnir
einmitt að tiltekinn hluti markanna sé umdeildur.
Ef einhver vill færa inn LMÍ mörkin inn á OSM, þá er það í lagi mín
vegna. Enn betra ef einhver vill bjóðast til þess að uppfæra þau á OSM
ef það verða breytingar á LMÍ gögnunum síðar meir.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
On 15.12.2022 11:00, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> Sæl verið
>
> Fékk ábendingu um að sveitarfélagamörk væru að klístrast saman við ár og
> fleira, sem gerir viðhald á þeim og öðrum kennileitum miklu erfiðara.
> Dæmi til dæmis Bláskógabyggð sem er með 10 árhluta sem hluta af
> "relationinu".
>
> https://www.openstreetmap.org/relation/9177051#map=9/64.4711/-20.1114
> <https://www.openstreetmap.org/relation/9177051#map=9/64.4711/-20.1114>
>
> Stjórnsýslumörk ættu,samkvæmt bestu venju, að vera óháð landfræðilegum
> mörkum, mér sýnist því að best gæti verið að hreinlega eyða þeim
> sveitarfélögum sem nota önnur vensl og flytja inn mörkin sem LMÍ er með
> hjá sér og eru opin og frjálst að nota. Þau væru þá ekki vensluð við
> önnur mörk, vegi, ár, strandlínur eða annað.
>
> --Jóhannes / Stalfur @ OSM
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
More information about the Talk-is
mailing list