[Talk-is] Skráning húsa á Akureyri (að minnsta kosti)

Sveinn í Felli sv1 at fellsnet.is
Fri Nov 10 17:50:01 UTC 2023


Sælt veri fólkið;

Var að prófa að veiða fitjur húsa á Akureyri beint úr OSM inn í QGIS með 
QuickOSM-viðbótinni.

Ég ætlaði að vera sniðugur og ná öllum húsakosti með Key=building og 
Value=yes, en þá komu bara fjölbýlishús. Til að ná í einbýli þyrfti 
gildið að vera Value=residential og aftur sértækt Value=school til að fá 
skóla, o.s.frv. Það virðist eins og hafi gleymst að merkja building=yes 
fyrir alla/flesta fláka aðra en fjölbýlishús hér á Akureyri.

Þetta virðist t.d. ekki vera í gangi á Grenivík, þar sýnist mér öll hús 
vera merkt með building=yes, altént samkvæmt stikkprufu.

Ef þetta er röng skráning hérna á Akureyri, hvernig væri best að laga 
þetta? Ætli þetta sé svona í fleiri tilfellum?

Ég náði svosem öllum þessum byggingum með því að velja svæði út frá 
radíus, en eftir stendur að hitt hefði verið snyrtilegra: ná öllum 
byggingum tiltekins sveitarfélags á einu bretti.

Bestu kveðjur,
Sveinn í Felli



More information about the Talk-is mailing list