[Talk-is] Skráning húsa á Akureyri (að minnsta kosti)
Tómas Ingi Hrólfsson
tomasingi00 at gmail.com
Fri Nov 10 20:59:59 UTC 2023
Sæll,
Það er í rauninni þannig að byggingar þurfa bara að hafa lykillinn
"building"; samsetningin "building=yes" merkir þá að ekki er vitað frekar
um hvers konar byggingu er að ræða.
Það má því gera ráð fyrir allar fitjur með building=* eru byggingar.
Bestu kveðjur,
Tómas Ingi
On Fri, 10 Nov 2023 at 18:52, Sveinn í Felli <sv1 at fellsnet.is> wrote:
> Sælt veri fólkið;
>
> Var að prófa að veiða fitjur húsa á Akureyri beint úr OSM inn í QGIS með
> QuickOSM-viðbótinni.
>
> Ég ætlaði að vera sniðugur og ná öllum húsakosti með Key=building og
> Value=yes, en þá komu bara fjölbýlishús. Til að ná í einbýli þyrfti
> gildið að vera Value=residential og aftur sértækt Value=school til að fá
> skóla, o.s.frv. Það virðist eins og hafi gleymst að merkja building=yes
> fyrir alla/flesta fláka aðra en fjölbýlishús hér á Akureyri.
>
> Þetta virðist t.d. ekki vera í gangi á Grenivík, þar sýnist mér öll hús
> vera merkt með building=yes, altént samkvæmt stikkprufu.
>
> Ef þetta er röng skráning hérna á Akureyri, hvernig væri best að laga
> þetta? Ætli þetta sé svona í fleiri tilfellum?
>
> Ég náði svosem öllum þessum byggingum með því að velja svæði út frá
> radíus, en eftir stendur að hitt hefði verið snyrtilegra: ná öllum
> byggingum tiltekins sveitarfélags á einu bretti.
>
> Bestu kveðjur,
> Sveinn í Felli
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20231110/74536688/attachment.htm>
More information about the Talk-is
mailing list