[Talk-is] Þjóðgarðar

Daníel Gunnarsson danielgunnars at gmail.com
Tue Dec 16 18:17:58 GMT 2008


Varðandi hnitakerfi er til góður open source hnitavörpunarpakki sem
heitir PROJ.4:
http://trac.osgeo.org/proj/

Ég hef notað hann til að varpa úr isn93 yfir í wgs84

hér er kall í forrit úr proj.4 pakkanum sem varpar úr isn93 í wgs84:
cs2cs +proj=lcc +lat_1=64.25 +lat_2=65.75 +lat_0=65 +lon_0=-19
+x_0=500000 +y_0=500000 +ellps=GRS80 +towgs84=0,0,0,0,0,0,0 +units=m
+no_defs -f %.8f

Ég hef einhverja reynslu af hnitakerfum og vörpunum þannig að ef það
kemur að því að við þurfum að varpa úr öðrum staðbundnum hnitakerfum
t.d. reykjavíkurhnitum get ég fundið réttu stikana

kv Daníel

2008/12/16 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> 2008/12/16 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
>> Í ljósi þess að byrjað er að afmarka mörk sveitarfélaga á Íslandi í OSM vil
>> ég benda á að í reglugerðum er að finna skilgreiningar á mörkum (lista af
>> hnitum) þjóðgarðanna í kringum vatnajökul og snæfellsjökul sem kannski er
>> hægt að flytja yfir í OSM. Reglugerðir eru utan höfundaréttar (PD) þannig að
>> réttindamál eru í lagi.
>> http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/608-2008
>> http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/568-2001
>
> Takk fyrir það. Ég var búinn eins og sést[1] að bæta
> Þingvallaþjóðgarði á kortið, en á vef þingvallanefndar fann ég PDF
> skjal með WGS84 punktum sem afmörkuðu þjóðgarðinn.
>
> Ég hafði ætlað mér að flytja inn mörk Vatnajökuls- og
> Snæfellsjökulsþjóðgarðs á svipaðan hátt með því að nota einmitt þessar
> reglugerðir sem þú bendir á, en það stoppaði lengi vel á því að ég
> hafði ekki leið til að umbreyta úr ÍSNET93 hnitakerfinu í WGS84 sem
> eru þau hnit sem ég þyrfti að bæta þessu inn í. Sú fyrirstaða hvarf
> hinsvegar fyrir u.þ.b. 2 vikum þegar ég fékk JavaScript kóða frá
> kunningja kunningja sem er fær um þetta. Ég sendi hann hér með en ég
> var búinn að vefja honum í Perl lag svo ég geti keyrt hann frá
> skipanalínunni:
>
> $ perl isnet93.pl 537575 447537
> 64.52731,-18.21725
>
> Þá er ekkert annað eftir en að ráðast í þessa rosalegu afmarkalýsingu
> sem stendur í þessum reglugerðum, ég ætlaði að fara í það einn góðann
> veðurdag. Afmörkin yrðu hinsvegar seint hárrétt þar sem þjóðgarðar
> styðjast oft við afmörk eignarlenda, háspennulínur og annað sem við
> erum ekki með gögn um. Það var líka tilfelið með Þingvallaþjóðgarð og
> hafði ég þann háttinn á þegar ég setti hann inn að teikna mörk hans
> sem rúmlega þau sem þau voru líkast til raunverulega. Þannig fer fólk
> ekki t.d. að gerast sekt um veiðiþjófnað ef það fer eftir kortunum
> okkar.
>
> Annars ættum við líka að bæta inn þjóðlendum, fólkvöngum og öðrum
> álíka svæðum. Umhverfisráðuneytið er með skrá yfir þau svæði og er
> spurning hvort væri hægt að fá þau gögn frá þeim.
>
> 1. http://informationfreeway.org/?lat=64.2340332874108&lon=-21.13672330874927&zoom=10&layers=B0000F000F
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>




More information about the Talk-is mailing list