[Talk-is] Vallarheiði komin á kortið (að hluta til)

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Sun Jan 11 16:41:55 GMT 2009


2009/1/11 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:
> Ég fékk mér bíltúr um Vallarheiði (nýja íbúðabyggðin á Miðnesheiðinni,
> þar sem varnarliðið var áður) á nýjársdag og kom því svo loks í verk
> að færa þetta inn á kortið í gær.  Árangurinn má sjá hér:
> http://www.informationfreeway.org/?lat=63.968677865852655&lon=-22.57134004056163&zoom=14&layers=B0000F000F

Frábært, ég merkti það sem landuse=residential í stað
landuse=commercial. Bjóst við að það væri réttara.

> Það vantar slatta af götunöfnun þarna, að hluta til vegna þess að ég
> hef gleymt að taka myndir af þeim, en líka að stórum hluta vegna þess
> að göturnar eru ómerktar.  Eins held ég að það vannti ennþá slatta af
> götum þarna, enda er svæðið mun stærra en ég hafði gert mér grein
> fyrir, ég hafði hreinlega ekki tíma til að gera meira þennan daginn.
> Það þarf eflaust líka að athuga eitthvað flokkunina á götunum hjá mér.
>  Ég merkti inn mikið af þeim sem highway=residential og eflaust
> eitthvað af því sem má endurskoða (það borgar sig ekki að bíða með að
> færa inn það sem maður hefur loggað með gps tækinu).

Svo getur verið að Bandaríski sjóherinn eigi kort af svæðinu sem þeir
gerðu, spurning annars hvert sé best að snúa sér í þeim efnum.

> Þess má svo til gamans geta að þetta er fyrsta svæðið (mér vitanlega)
> á Íslandi, þar sem við erum með betri kort en t.d. map24.is og ja.is

Við erum með betri kort á stöku stað, en þetta er eina íbúðarhverfið
sem vantar algerlega hjá þeim en er til hjá okkur.


More information about the Talk-is mailing list